Hérna sést hvað er á seyði.

Á myndinni sést hvað er á seyði í hinu nýja Holuhrauni. Allt frá upphafi gossins hefur legið hraunelfa undir hrauninu, sem hefur sprottið fram undan hraunjaðrinum í næstum 15 kílómetra fjarlægð frá eldgígnum.Holuhraun. Gufustrókur. 19.6.2015

Verið rauð glóð, sem fallið hefur fram í eystri kvísl JÖkulsár á Fjöllum.

Nú er áin í vexti enda hefur verið 10-14 stiga hiti á þessum slóðumí nokkra daga.

Þótt hraunið sé ekki lengur glóandi myndar það gufubólstra þegar það mætir ánni, sem kælir það í leiðinni, og stígur efsti hluti bólstursins upp í 2000 metra hæð og sést langt að.

Þessi mynd var tekin í fyrradag og það er þjóðarfjallið, Herðubreið, sem vakir yfir öllu á þessu svæði.  


mbl.is Gufubólstrar stíga frá Holuhrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í holu Framsókn sýður sauð,
Sigmundar á Fjöllum,
Vigdís þar til veislu bauð,
vitleysingum öllum.

Þorsteinn Briem, 21.6.2015 kl. 18:30

2 identicon

Ég flaug þarna í gær í útsýnisflugi. Mér fannst mjög áhugavert að sjá hvað uppistaðan við hraunjaðarinn var lítil og hve hratt áin fór í gegn eða undir hraunið. Einnig virðist vera breyting á grunnvatnsrennsli og stöðu norðan hraunsins, t.d. í kring um Svartá.

Sigurður Erlingsson (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 19:08

3 identicon

Fróðlegt væri að fá meiri fréttir af breytingum við Svartá, svona eftir því sem, þeim vindur fram.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 19:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svartá var þegar hólpin við goslok og verður það áfram. 

Ómar Ragnarsson, 21.6.2015 kl. 20:55

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í kvöld var góður sjónvarpsþáttur Láru Ó. um hálendið við Öskju. Skammt frá Krepputungu var farið í "sönghólfsdal, álfasteinsdal eða Kreppuálfadal?" með flugmönnum sem komu af himnum ofan.  Dalurinn í myndinni var í ætt við Gjánna í Þjórsárdal eða mun stærri? Leyndardómi slíkra helgistaða á Hálendinu verður að aflétta fyrst sjónvarp allra landsmanna hefur lyft hulunni. Hvar skyldi gönguleiðin fyrir jarðbundna vera?

Holuhraunssvæðið verður áhugaverðara fyrir venjulega fótgönguferðamenn eftir því á líður. Krepputunga og Kverkfjöll koma meira inn í myndina. Hvar er Álfasteinsdalur og rann Kreppa eða Jökulsá á Fjöllum um dalinn áður fyrr? Jarðvísindamenn kunna skilin á því? Leyndin má líka vera til staðar fyrir sérvitringa og snillinga sem vilja fara ótroðnar slóðir.

Sigurður Antonsson, 21.6.2015 kl. 23:17

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var að blogga um þetta álitaefni og tel að það þurfi að sýna ítrustu varfærni gagnvart því að "aflétta leyndardómi" af Sönghofsdal þannig að hætta verði á umhverfisspjöllum í honum og á stóru aðliggjandi svæði. 

Ómar Ragnarsson, 22.6.2015 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband