Rímar við það sem hefur sést úr lofti.

Þótt leiðin inn að Kverkfjöllum og Öskjuleið að Dreka séu langt frá Reykjavík er það afar mikils virði fyrir ferðaþjónustuna að þetta svæði opnast í stað þess að allar hálendisleiðir séu lokaðar.Holuhrauns-svæðið 19.6.15

Margir erlendir ferðamenn á jeppum koma í land á Seyðisfirði og fyrir þá liggja þessr leiðir vel við. 

Auk þess er þarna að sjá hið nýja Holuhraun sem er spennandi. 

Það má þakka Vatnajökli fyrir þetta, því að 30 til 40 kílómetra breið landræma norður af honum er jafnvel heldur snjóléttari en venjulega á sama tíma og miklu meiri snjór er en venjulega bæði fyrir austan og þó einkum fyrir vestan þetta snjólétta svæði.

Á efstu myndinni sést Dyngjujökull í forgrunni, Holuhraun fjær og Askja og Herðubreið enn fjær. Jökulsárflæður Holuhraun.

Jökullinn varði svæðið fyrir hinum úrkomusömu suðvestan-sunnan- og suðaustavindum sem voru svo öflugir og algengir í vetur.

Nú er liðið á þriðju viku sem þarna hefur verið þurrt og hlýtt og þess vegna berast þessar góðu fréttir núna til þeirra, sem ætla að njóta öræfanna á næstu vikum.

Jökulsá á Fjöllum rennur meðfram báðum hraunröndum Holuhrauns en hættan á að lón myndist sýnist vera lítil.

Á þremur stöðum hefur safnast fyrir lítils háttar vatn, sem hefur fengið framrás og mun grafa sig meðfram hrauninu.Kverkfjalla-leið 19.6.15

Á miðmyndinni sést, að enda þótt hraunið hafi runnið yfir stóran hluta af svonefndum Jökulsárflæðum, þaðan sem hvimleiðir sandstormar hafa oft komið, hreyfir sunnan hnjúkaþeyrinn þó enn sandinn við suðvesturenda hraunsins.

Á neðstu myndinni er horft yfir hluta svæðisins sem Kverkfjallaleið liggur um og sést vel, hvernig snjóalögin eru austan við ána Kreppu en landið autt vestan við ána.   


mbl.is Opna Dreka og Kverkfjöll á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.12.2008:

"Fast­ir starfs­menn í járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga og þrem­ur ál­ver­um á Íslandi eru tæp­lega 1.600, þar af um 270 með há­skóla­mennt­un.

Af­leidd störf vegna þess­ara fjög­urra verk­smiðja eru tal­in vera um 3.100.

Þetta kem­ur fram í svari iðnaðarráðherra við fyr­ir­spurn Ármanns Kr. Ólafs­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins."

Samtals 4.700 starfsmenn í þremur álverum og járnblendiverksmiðjunni að afleiddum störfum meðtöldum

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 05:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar sem störfuðu hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið árið 2010 voru jafn margir og allir fastir starfsmenn járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og álveranna þriggja hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband