Lagni og kímni leysa margt.

Myndskeiðið af viðbrögðum Barack Obama við sífelldum frammíköllum manns á fundi í Hvíta húsinu sýnir hvernig með blöndu af kímni, lagni og festu, er hægt að komast út úr vandræðum á borð við þau sem þarna urðu vegna óvæntrar uppákomu. 

Sallarólegur hafði Obama stjórn á atburðarásinni og tókst að gera hana furðu skemmtilega fyrir alla viðstadda. 

Klókur og klár, ekki vantar það. 

 

Obama hefur oft séð það svart

en settlað málin og haggast vart. 

Lagni og kímni leysa margt

að lempa út mann og samt fara í hart. 


mbl.is Greip fram í fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er spurning hvað Obama átti við þegar hann sagðist vera vanur að gripið væri fram í fyrir sér en liði slíkt ekki heima við! ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 08:30

2 identicon

"The First Lady"

Um mannsins frama mun ei sama

mjög Obama veitir lið.

Leiðitama ljúfa dama

lítt til ama heima við

Bjarnig Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 08:37

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Það er bara með hann Obama,  og það hefur komið ítrekað fram á þessum árum sem forseti eða frá því að hann komst í verulegt sviðsljós vegna framboðs, að maðurinn er alveg ótrúlega sterkur fyrir framan fólk í sal.  Þetta er viss hæfileiki náttúrulega.    

Kom sérlega skýrt fram í kosningabaráttunni síðast þar sem hann bar svoleiðis af í kappræðum þar sem áheyrendur voru hvað nálægastir og frambjóðendurnir hvað berskjaldaðastir.  Hann hefur alveg fáránlega sterka performance hæfileika á sviði fyrir framan fólk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2015 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband