Norðlensk dýrð á degi og sumarnóttu.

Í ferðalagi í dag og í gær um Norðurland, allt austur til Húsavíkur, bauðst sú dásemd að upplifa náttúruna á margvíslegan veg.Akyureyri, Pollurinn. Fjöllin 2

Upplifunin var fjölþætt,  allt frá því að stansa og njóta fegurðar Eyjafjarðar um hábjartan dag til þess að líða hægt og hljótt á rafknúnu reiðhjóli í bjartri sumarnótt og heyra þyt golunnar í stráunum, tíst unga og fugla í móum og hjal lækja og áa, nokkuð sem enginn upplifir á 90 kílómetra hraða á hraðbraut.

Akueyri, pollurinn og Eyjafjarðarfjöllin nutu sín vel í dag, eins og sést á þessari mynd og annarri mynd á facebook síðu minni.  


mbl.is 14 fuglahræður við þjóðveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef fíkngenið væri tekið úr okkur öllum myndu öll hagkerfi heimsins hreinlega hrynja, því þetta gen stjórnar allri fíkn, til dæmis fíkn í áfengi, kynlíf, eiturlyf, sígarettur, sjónvarp, fótbolta, útivist, súkkulaði, ferðalög og skemmtanir.

Fíkn getur því birst í ýmsum myndum og
við verðum að læra að hafa stjórn á okkar fíknsortum.

Maður sem er sólginn í útivist getur líka verið mikill kynlífsunnandi og þetta getur farið ágætlega saman en náttúrlega farið úr böndunum eins og dæmin sanna.

Og sumir verða að láta útivist alveg eiga sig, sem og áfengi.

Þorsteinn Briem, 12.7.2015 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband