Tvíburajarðir Jarðar eru óendanlega margar.

Ef grunnur alheimsins er óendanleikinn/eilífðin eru tvíburajarðir Jarðarinnar óendanlega margar og sömuleiðis tvífarar okkar í tíma og rúmi. Og fjarhrif Helga Pjeturss kunna að vera staðreynd en ekki hugarburður.  

Þetta getur gefið mikla lífsfyllingu og hugarró, sem ég hef reynt að lýsa svona í útfararsálmi, sem ég hef sett saman. 

Síðari hluti sálmsins er svona: 

 

En ég  veit að orðstír lifir, 

ást og kærleiksþel. 

Sá, sem vakir öllu yfir 

æ mun stjórna vel. 

Vítt um geim um lífsins lendur

lofuð séu´hans verk. 

Felum okkur í´hans hendur

æðrulaus og sterk. 


mbl.is Er líf á hinni „Jörðinni?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fallegt, en við hvaða sálm? Frumsaminn líka?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2015 kl. 22:29

2 identicon

Fallegur sálmur, vel gert Ómar og kemur ekki á óvart. En því miður verð ég að vekja athygli þína á því að það er ekkert sem bendir til þess að einhver "vaki öllu yfir." Þar að auki þekkjum við aldur alheimsins, þar sem Miklihvellur gerðist fyrir um 13,819 milljörðum ára (takið eftir þremur aukastöfum!). Sólarkerfið okkar varð til fyrir um 5 milljörðum ára og jörðin fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þá heimurinn að þenjast út með auknum harða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 23:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég átti við lag... frumsamið líka?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2015 kl. 02:39

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Fallegasti sálmur Ómar - en það stenst varla að "óendanleikinn/eilífðin" sé grunnur alheimsins.

Trúlegast er ekkert óendanlegt, ekkert eilíft. Eins og Haukur bendir á þá virðist heimurinn hafa upphaf og stærð - hann þenst út sem væri varla hægt ef hann væri óendanlegur? Ef heimurinn væri eilífur og óendanlegur væri næturhimininn ein samfelld hvítmóða af stjörnuskini - sem hann er greinilega ekki!

Það eru því varla til "óendanlega margar" tvíburðajarðir Jarðar - en nýjasta uppgötvun bendir til þess að þær gætu verið talsvert margar, svo margar að við eigum erfitt með að skilja svo stórar tölur. Sem er samt ekki óendanlegt!

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.7.2015 kl. 07:59

5 identicon

 Er þetta ekki staður fyrir Loftsteina Briem

XB (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 11:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn verður að spyrja hann en þegar spurt er á að vera spurningarmerki en það hefur flokkurinn greinilega ekki lært frekar en annað.

Þorsteinn Briem, 24.7.2015 kl. 12:45

7 identicon

Spáið

DoctorE (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 12:52

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fallegur sálmur. Haukur Kristinsson vill ef til vill uppfraeda okkur um hvad var á undan Miklahvelli og hvursu langt er sídan thad vard til. Í beinu framhaldi af thví, ad segja okkur, hvad var á undan thví o.s.fr.v.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.7.2015 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband