Lágmarkslaunin eru víða.

Það eru víðar skammarleg lágmarkslaun en hjá kleinuhringjastöðum. 

Það sem ætlast er til að þúsundir aldraðra og öryrkja eigi að láta sér nægja óbreytt hörmungarlífeyri allt fram á næsta ár á meðan verðbólgan er í uppleið, er þjóðarskömm. 

En þessi hópur, sem afræktur verður svona hressilega, er í minnihluta og má sín þvi lítils.

Hjá tugþúsundum kvenna er það smánarlega lítils metið þótt þær hafi komið á legg stórum barnahópum. 

Fólki var talið trú um að féð, sem lagt var í lífeyrissjóði ætti að tryggja því jafngóð eftir laun og launin, sem það hafði á meðan það var á vinnumarkaðnum. 

Þegar þetta fólk ber sig illa yfir því að vera í raun hýrudregið með því að framlögin í lífeyrissjóðina borgast ekki til baka,heldur hafa verið rýrð um tugi prósenta, er litið á það eins og ómaga. 

Sagt var að allir ættu að vera jafnir hvað eftirlaunin snerti, en allir vita að sumir eru margfalt jafnari en aðrir. 

Lífeyrisþegar hafa ekki verkfallsrétt. Sjúkdómar þessa fólks fara ekki í verkfall og lýðum er ljóst hvert stefnir í heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu, sem áður var talið jafngott og best gerðist erlendis en er að molna niður, orðið greiðslugetu margs fólks ofviða og er að búa til vaxandi ójöfnuð. 


mbl.is Forstjóri Dunkin' mótmælir lágmarkslaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Iðulega er það svo þegar lög eru sett að þau hafa í för með sér afleiðingar sem voru ófyrirséðar. Þetta er ein ástæða þess að takmarka þarf allt þetta laga og reglufargan sem embættismenn framleiða eins og enginn sé morgunndagurinn :-(

Lög um lágmarkslaun eru gott dæmi um fyrrnefnt klúður nema meinið er að margir hafa varða við. Það sem lög um lágmarkslaun gera er m.a. að gera það erfiðara fyrir fólk sem hefur litla menntun og þjálfun að fá sitt fyrsta starf. Þetta hefur verið mikið vandamál meðal svartra í USA. Í annan stað leiðir hækkun lágmargslauna til þess að fyrirtæki fjárfesta frekar í vélbúnaði þegar kostnaður við starfsmannahald fer fram úr þeirri verðmætasköpun sem starfsmennirnir skapa fyrir fyrirtækið.

Einhverra hluta vegna telja fréttamenn það eftir sér að fylgjast með skuldbindingum hins opinbera en þær eru tröllauknar. Íslenska ríkið er nánast gjaldþrota nema hægt verði að ná fram miklum og góður hagvexti á komandi árum. Ég get ekki sagt að ég sé bjartsýnn á það þökk sé vinstri mönnum.

Þegar menn reyna að miðstýra flóknum fyrirbærum, líkt og t.d. heilbrigðiskerfum og efnahagskerfum er útkoman alltaf slæm - það er bara spurning um tíma. 

Þeir sem á komandi árum þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið eiga samúð mína alla, ég held að það ágæta fólk muni ekki fá það sem því var lofað :-(

Helgi (IP-tala skráð) 25.7.2015 kl. 10:31

2 identicon

Heimilin eru hluti af heilbrigðiskerfinu.  Þegar börn veikjast eiga þau að halda sig heima á meðan veikindi ganga yfir og tvo daga hitalaus eftir það.  Samt sem áður hafa heimgreiðslur til foreldra ekki komist á dagskrá.  Vinstri og hægri flokkar hafa tekið höndum saman og molað niður velferðarkerfið.  Þeir fengu það sem þeir vildu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.7.2015 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband