Tregða veldur því ef jöklarnir stækka ekki alveg strax.

Ákveðin tregða er byggð inn í jökla varðandi stækkun og minnkun. Jafnvel þótt snjóalög eftir sumarið verði miklu meiri nú en undanfarna áratugi þarf fleira en eitt snjóaár til þess að þeir fari að stækka að nýju eftir stanslausa minnkun.

Sú lína, sem aðskilur það svæði, þar sem snjór situr eftir sumarið og það svæði þar sem snjórinn hefur bráðnað svo að regn og sól komast að til þess að bræða ísinn, er kölluð snælína.

Ef hún liggur mun lægra núna en undanfarin ár bráðnar minni hluti af jöklinum en áður á neðsta hluta þeirra, en sú bráðnun er annar hlutinn af því sem hefur áhrif á stærð jöklanna.

En jöklarnir stækka mest við það að snjófargið fyrir ofan snælínuna hækkar og þrýstir með auknum þunga ofan á ísmassann, sem skríður undan þessum þunga.

Nýsnævið, þótt það sé allt að tíu metra þykkt, er tiltölulega létt og virkar því ekki alveg strax sem aukinn þungi sem þrýstist ofan á ísinn sem fyrir er og eykur skrið hans.

En komi fleiri svona köld og snjóþung ár í viðbót munu fargið aukast stig af stigi og jöklarnir fara að stækka að nýju og skríða fram.

 


mbl.is „Allt á kafi í snjó“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eru óðahlýnunarsinnar farnir að ókyrrast? cool

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2015 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband