Þetta tvennt er fjarri því að leysa ráðgátuna.

Það yrði að vísu visst skref í rannsókn á hvarfi M370 ef hlutirnir sem fundist hafa á Reunion reynast vera úr henni, en ráðgátan er samt jafn mikil og fyrr: Hvað olli því að vélin flaug svona langt úr leið og hvar er flakið? 

Í flugsögunni er til dæmi um að "draugaflugvél" hafi flogið með meðvitundarlaust fólk langa vegalengd þar til hún varð eldsneytislaus og hrapaði á landi, en þar með var hægt að rannsaka flakið nákvæmlega og finna orsökina út. 

En meðan M370 er bara einhvers staðar á hafsbotni í víðáttum Indlandshafs, er ráðgátan um orsök hvarfsins svipuð eins og ráðgátan varðandi AF447 á botni Suður-Atlantshafs var á sínum tíma. 


mbl.is Verður ráðgátan leyst í Frakklandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gæti lausnin verið komin hér:

=Að einhverjir gestir utan úr geimnum hafi rænt vélinni með einhverskonar nútíma-tækni sem er ofar okkar skilningi?:

https://www.youtube.com/watch?v=kXZZmoyKngU 

Jón Þórhallsson, 31.7.2015 kl. 08:44

2 identicon

Sæll Ómar.

Af hverju á hafsbotni?

Hún gæti allt eins verið í Íran eða einhverju öðru ríki.

Um borð voru menn sem rétt höfðu lokið við samninga
við stjórnvöld í Malasíu en hver og einn þeirra hefði
getað gengið svo frá hnútum að hvergi kæmi fram þó vélinni
hefði verið beint t.d. til Írans.
Um borð voru tveir Íranir á fölsuðum pappírum.

Réttu ári fyrr hafði flugstjóri Malaysian Airlines
beint flugi vélar sinnar, á leið til Peking, til Egyptalands,
- til þess að taka sér búsetu þar.

Húsari. (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband