Meira en 20 ára gömul lausn færð úr bíl í flugvélar.

Meiripartinn af ferli bílanna hefur verið hægt að færa framsæti þeirra fram og aftur til þæginda fyrir farþegana.1280px-Renault_Twingo_front_20080709

Þetta hefur gert mögulegt að gefa nægilegt og þægilegt rými fyrir framsætisfarþegana en einnig til þess að rýma fyrir stórum farþegum í aftursæti og raða fólki þannig á milli fram- og aftursæta að sem best rými fáist fyrir alla.

1992 kom Renault Twingo á markaðinn og var búinn ýmsum nýjungum. Meðal þeirra var sú nýjung að ekki einasta var hægt að færa framsætin fram og aftur, heldur einnig aftursætin og auka þar með farþegarými í þeim á kostnað farangursrýmis.Renault_Twingo_2014_(2)

Útkoman varð sú að Renault Twingo, aðeins 3,43 m á lengd og næst stysti bíllinn á markaðnum, var með meira fótarými fyrir farþega en flestir aðrir bílar, bæði stórir og smáir. 

Merkilegt er að þessi einfalda lausn skuli ekki hafa breiðst út.

Og gildi hennar er augljóst hvað snertir flugvélar, þar sem fólk þarf að sitja í sama sætinu svo klukkustundum skiptir.

Nú er loksins hægt að fara að raða bæði fólki og sætum í flugvélar og hefði mátt gerast fyrr.4cvfront

Nú er komin fram gerbreytt gerð af Twingo sem er ekki síður merkilegur en fyrsta gerðin, því að vélin er komin aftur í bílinn, en hálf öld er síðan síðustu rassvélarbílarnir, Hillman Imp, Fiat 850, Simca 1000 og Skota 1000 MB urðu síðustu nýju litlu fólskbílarnir komu fram með þá tilhögun.

Mótbárurnar gegn slíkum bílum voru ýmsar, aðallega að þeir áttu til að skvetta út rassinum í of kröppum beygjum og áttu til að yfirhita sig og soga inn ryk að aftan, svo að eitthvað sé nefnt.

Auk þess voru nýju framdrifsbílarnir með möguleika á afturdyrum með stækkuðu farangursrými við að fella aftursætisbökin niður.

Porsche 911 og Smart hafa leyst tvö þessara vandamála með því að hafa vatnskassann fremst í bílnum og tölvustýrða skrikvörn og nú hafa Smart og Renault ruglað saman reitum sínum þannig að Smart og Twingo eru í raun sami bíllinn, en Twingo bara lengri gerð með fimm dyrum í stað þriggja á Smart. 

Og með því að hafa þakið um 15 sentimetrum hærra og vélina svo vel lagða niður á milli afturhjólanna í staðinn fyrir aftan þau eins og á fyrrnefndum rassvélarbílum, er Twingo nú með sömu möguleika og framdrifnu bílarnir til þess að vera eins konar skutbílar með niðurfellanlegum aftursætisbökum og stóru farangursrými með afturdyrum. 

Ég hefði viljað sjá hina nýju Fiat 500 og Wolksvagen Bjöllu standa vörð um vélina aftur með svipaðri lausn og nú hefur verið gripið til á Renault Twingo. 

En þess má geta að fyrsti franski bíllinn, sem seldist í fleiri en milljón eintökum var Renault 4CV, sem var með vélina aftur í og afturhjóladrif. 


mbl.is Hanna færanleg flugvélasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband