Óvissan er yfirleitt verst.

Það er algengur misskilingur að fólki líði best við falskt öryggi eða öryggi, sem ekki er hægt að fá að vita í hverju felst, eða öllu heldur hvað það sé, sem ógni öryggi. 

Þúsundir vitnisburða staðfesta þetta. Þegar fólk týnist og hætta er á að það hafi týnt lífi, slasast eða sé í mikilli lífshættu, upplifa aðstandendur angist eða jafnvel reiði fyrst og fremst vegna óvissunnar. 

Með því að veita yfirvegaðar og markvissar upplýsingar er hægt að þrengja það svið, sem ógnin spannar annars. 

Fjölmiðlar, lögregla og björgunarfólk þurfa að fást við afar vandasöm viðfangsefni þegar vá er á ferðum eða stórslys verða og þræða vandmeðfarinn milliveg í upplýsingagjöf. 

Stundum getur of mikil varfærni borið þveröfugan árangur miðað við það sem tilgangurinn var. 

Ég skal nefna eitt dæmi. 

Fyrir um 30 árum fórst lítil flugvél í flugtaki á Húsafellsflugvelli og flugmaðurinn, sem var einn um borð, lést samstundis. 

Á þeim tíma voru fjarskipti ekki hin sömu og nú og því leið oft talsverður tími þar til hægt væri að veita nauðsynlegar upplýsingar. 

Þegar sá tími var kominn að ekki var lengur hægt að þegja yfir slysinu var ákveðið að segja frá því að það hefði gerst, en geta ekki nánar um það hvernig eða hvaða flugvél þetta hefði verið eða hver flugmaðurinn hefði verið til þess að valda aðstandendum sem minnstum sársauka. 

En það fór á þveröfugan veg því að í Húsafelli bjuggu flugmenn sem áttu flugvélar, og símalínurnar úr Borgarfirðinum og víðar loguðu af því að fólk grunaði og óttaðist að einhver af Húsfellingunum hefði farist. 

Eftir á að hyggja sást, að skynsamlegast hefði verið að segja á þessu stigi málsins, að flugmaðurinn, sem fórst, hefði verið Reykvíkingur. 

Með því var hópurinn sem til greina kom, stækkaður allt að þúsundfalt, þótt þetta víðfeðma heimilsfang væri nefnt og angist Borgfirðinga og annarra náninna vina og ættingja fólksins í Húsafelli afstýrt, þar sem búið var segja frá því óbeint að enginn þar á bæ hefði lent í slysinu.  

 

 


mbl.is Stíga frekar skrefinu lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband