Í upphafi skyldi endinn skoða.

Þegar stórveldi eða hópar þjóða setja viðskiptabann á ríki er yfirleitt ekki um að ræða algert bann og heldur ekki bara bann út í loftið. 

Að sjálfsögðu er athugað gaumgæfilega hvers konar viðskiptabann komi sér verst fyrir þann sem refsa á og sem skást fyrir þá sem beita banninu. 

Einnig eru skoðaðir vel þeir möguleikar sem hinn ákærði á til þess að svara í sömu mynt. 

Og einnig ætti að vera ljóst að Bandaríkin og ESB hafa gaumgæft vel gagnvart helstu þjóðunum í þessum refsileiðangri gegn Rússum að bannið bitnaði sem minnst á þeim sem beittu því og að gagnaðgerðir Rússa yrðu ekki þungbærar. 

Evrópuþjóðir halda áfram að kaupa gas af Rússum eins og ekkert sé, enda hafa Rússar aldrei haft eins mikla þörf í 30 ár til þess að afla sér gjaldeyris. 

Enginn þarf hins vegar að láta sér detta í hug að söluhagsmunir Íslendinga í Rússlandi hafi verið skoðaðir, enda á Ísland ekki aðild að ESB. 

Svo er að sjá að íslensk yfirvöld hafi ekki heldur skoðað stöðuna miðað við það hvað fréttir um magn viðskiptanna virðast koma flatt upp á alla hér á landi.

Rússar kaupa mun meira af Íslendingum en Íslendingar af Rússum og því hefur viðskiptabann af okkar hálfu varðandi útflutning- og gjaldeyristekjur Rússa ekkert bit.

Það er ekkert sjálfgefið að við eigum að taka þátt í hvaða viðskipta- eða samskiptabanni sem er.

Við tókum ekki þátt í viðskiptabanni Þjóðabandlagsins á Ítalíu 1935 og við sendum íþróttafólk á Ólympíuleikana í Moskvu 1980 þótt Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri vesturveldi sniðgengju leikana.

Burtséð frá hvort rétt sé að taka upp þá stefnu að styðja ævinlega svona aðgerðir af hálfu Vesturlanda er skynsamlegt að meta stöðuna líka kalt og vera víðbúinn afleiðingunum.

37 milljarðar í útflutningstekjum árið 2015 er margfalt minna hlutfall af útflutningstekjum okkar en af banninu við fisksölu til Bretlands 1952 og við þolum slíkt áfall betur nú en þá.

Það má nota sem röksemd fyrir því að taka þátt í þessum aðgerðum.

En minna má á, að við víluðum ekki fyrir okkur að taka 1952 að brjóta viðskiptabann Breta á bak aftur, með því að taka í staðinn upp viðskipti við Rússa og leppstjórnir þeirra í Austur-Evrópu þótt í þessum löndum væru tíðkuð einhver verstu mannréttindabrot sem um getur, svo gróf að mannréttindabrotin í Rússlandi nútímans blikna í samanburðinum.

Málið núna lítur þannig út að hvorki við né þjóðirnar, sem beita banninu, höfum haft fyrir því að skoða það fyrirfram að tjón okkar af banninu gæti orðið margfalt meiri hlutfallslega en nokkurrar annarar bannþjóðar.

Í upphafi skyldi endinn skoða. 

 

 


mbl.is 37 milljarðar króna í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar ver ég einmitt líka í Kaldárseli sem var stórkostlegur tími og staður að kynnast fyrir 7 ára strák — en við eins og allir sem höfðu verið þarna á undan vorum duglegir við að bú til leiki úr efniviðnum, reisa virki og kofa í hrauninu þar sem enginn hikaði augnablik við að rifa upp, hvort sem væri grjót til að hlaða eða mosa til að þétta eða mosa til leggja yfir þakspítur á virkjunum eða mosa til að setja á steinana sem voru sæti inni í kofunum.

Mosinn var ekki bara til að horfa á heldur til að rífa upp og nota og til að þétta með eins og ferðamennirnir sem við hneyksluðumst mest á við Þingvallavatn gerði við tjöldin sín.

Kynnin af mosanum urðu við að handleika hann, traðka á honum, sitja á honum og liggja á honum en ekki síst við að rífa hann upp, nota hann og byggja úr honum.

Mælum við með því fyrir börn í dag?

Helgi Jóhann Hauksson, 12.8.2015 kl. 13:15

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

úps átti að vera við annað innlegg Ómars

Helgi Jóhann Hauksson, 12.8.2015 kl. 13:16

3 identicon

".... enda hafa Rússar aldrei haft eins mikla þörf í 30 ár til þess að afla sér gjaldeyris."  Viðskiptabann Rússa er e.t.v. blessun og pólitískur leikur sem þeir geta gripið í til að þurfa ekki að sýna veikleika með gjaldeyrishöftum og innflutningstakmörkunum sem þeir annars hefðu þurft að setja á. Gjaldeyrisskortur Rússa hefði eins getað stöðvað viðskiptin við Ísland.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 13:19

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

"Í upphafi skyldi endinn skoða." Það er lóðið, Ómar.
Í þessu sambandi ber Íslendingum og sérstaklega alþingismönnum og ríkisstjórn að standa með landi sínu fyrst og fremst og setja hagsmuni Íslands ofar hagsmunum annarra.

Kristinn Snævar Jónsson, 12.8.2015 kl. 13:42

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, rétt er það, en ekki má gleyma orði, sem byrjar á stafnum h eins og orðið hagsmunir, en það er orðið "heiður." 

Allt þetta þarf að meta í samhengi og aðalatriðið að vanda ákvörðunina á upplýstan hátt. 

Ómar Ragnarsson, 12.8.2015 kl. 13:57

6 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ómar, þú talar um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna og ESB. Hvers vegna ekki NATO, ÖSE og ESB? Ég held það sé rétt munað hjá mér að þessa5r stofnanir standa að baki viðskiptabanninu. Sameiginlega.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.8.2015 kl. 14:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar hafa einnig sett innflutningsbann á fiski frá Noregi, sem ekki er í Evrópusambandinu.

Ísland ákvað að styðja refsiaðgerðir sambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi vegna hernaðaraðgerða Rússa í Úkraínu.

Og íslensk stjórnvöld geta að sjálfsögðu ekki tekið það til baka.

Í endinum skyldi upphafið skoða.

Þorsteinn Briem, 12.8.2015 kl. 14:53

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sumir tala ævinlega bara um ESB svo að ég er kannski ögn skárri. 

Ómar Ragnarsson, 12.8.2015 kl. 15:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 12.8.2015 kl. 15:07

11 identicon

Nú verðum við líka að hafa í huga, að málin eru nú kannski ekki alveg eins og vestrænar fréttastofur vilja láta þau líta út. Hvað mannréttindi og brot á þeim varðar, er staðan enn síður einhlít og Úkraína hefur verið og er því miður enn eitt af spilltustu þjóðríkjum á því svæði sem við köllum Evrópu. Þess utan eru haukarnir í Bandaríkjunum og Evrópu ekki saklausir af því að vilja efna til ófriðar þar sem það brennur ekki beinlínis á þeim, því það eru jú alltaf einhverjir sem græða á stríðsrekstri og skiptir þá ekki máli hvort vopnaframleiðandinn heitir Lockheed, Bofors eða Kongsberg eða eitthvað allt annað. Stór hluti þeirra sem fjármagna stóru stjórnmálaflokkana í USA eru einmitt þeir, sem græða á svona brambolti og þeir hafa litlar áhyggjur af mannréttindum í fjarlægum heimshlutum ellegar hvort eitthvert alþýðufólk sé murkað niður. Þarna er ekkert eins og það sýnist og fráleitt að Rússar séu þarna í öllu vondu karlarnir en Evrópumenn og Kanar góðu gæjarnir. Fjarri því. Mig minnir að það hafi verið Churchill sem sagði að "the first casualty in every war is the truth".

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 15:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki að spyrja að haukum og vopnaskaki kaupfélagsins á Sauðárkróki, bæjarfélagi Þorkels Guðbrandssonar.

Allt vandlega falið fyrir almenningi af fjölmiðlum
úti um allar heimsins koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 12.8.2015 kl. 15:45

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er auðvelt fyrir okkur gamlingjana, að tala um að í upphafi skuli endirinn skoða. En við getum ekki krafist þess að unga fólkið þekki reynsluheim okkar sem eldri og reyndari erum, án fræðslu.

Það þykir mér verst við lífsreynsluskólann, að það er svo seint sem við skiljum endirinn á upphafinu. Og þá hefur maður víst tapað trúverðugleikanum, vegna unglings-fáfræðinnar óverjandi.

Það er svo auðvelt að bauna á okkur gamlingjana, að við höfum nú ekki verið neitt skárri áður en við lærðum af reynslunni.

Austurlandabúar hlusta á visku og reynslu þeirra sem eldri og reyndari eru. Með siðferðislega réttlætanlegum fræðsluárangri.

Fátækt fólk í Rússlandi mun líða mest fyrir viðskiptabann.

Fátækt fólk í öllum ríkjum líður mest fyrir bankaræningjastýrð viðskipta-kauphallarbönn.

Hafa fátæklingar heimsins ekki þurft að líða nóg fyrir kauphallar-bankaræningja-lögleysisbrellur heimsveldismafíunnar?

Góðu almættisöflin (hverju nafni sem þau nefnast), hjálpi öllum að rata siðferðisveg friðar og réttlætis í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.8.2015 kl. 18:49

14 identicon

Vladimir Putin: The New World Order Worships Satan

http://beforeitsnews.com/alternative/2015/08/vladimir-putin-the-new-world-order-worships-satan-3196926.html

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 11:37

15 identicon

Þjóðverjar hafa altaf haft þörf fyrir GAS,Til margvíslegra nota  .Þjóðverjar kaupa enn gas af Rússum.

LSD (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband