Of áberandi?

Tvær lögreglumenn á vélhjólum fóru hlaupaleiðina á undan fyrstu mönnum í Víðavangshlaupi ÍR í april í vor síðasta spölinn að markinu. 

Hjólreiðamaður fylgdi fast á eftir lögreglumönnunum og tveir hlauparar koma nokkurn veginn samsíða þar á eftir. 

Annar hlauparanna tekur þá upp á því að stytta sér leið yfir gangstéttarhornið og nær með því forskoti sem endist í markið. 

Hinn hlauparinn fylgdi hins vegar undanförunum fyrir hornið og tapaði fyrir hlauparanum, sem stytti sér leið. 

Ekki er rökstutt nánar í frétt um þetta hvort líta mátti formlega á lögreglumennina sem undanfara eins og til dæmis í skíðaíþróttum og ralli, en sé svo, ber keppendum að fara sömu leið.

Áð vísu er erfiðara fyrir hjólreiðamenn og vélhjólamenn að skrölta yfir gangstéttarhorn en það er fyrir hlaupara.  En munurinn á leiðinni sem þrír hjólamenn og einn hlaupari fóru og leið þessa eina, sem stytti sér er leið var áberandi, það áberandi að skortur á nákvæmari merkingum fellur í skuggann.

Fjórir eru í hóp og einn tekur sig út úr, það stingur í augu og blasir við. 

 

Furðulegt er hvað það hefur tekið langan tíma fyrir stjórn Fjálsíþróttasambands Íslands að fella úrskurð um þetta mál.  


mbl.is Arnar sviptur Íslandsmeistaratitli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, það er mjög furðulegt sem og viðbrögð forsvarsmanna ÍR eftir að þetta augljósa svindl og óíþróttamennska hafði átt sér stað.  Ef svindlið hefði ekki náðst á myndband, þá hefði svindlarinn eflaust haldið titlinum með dyggum stuðningi fyrrnefndra forsvarsmanna.

Guðmundur Pétursson, 15.8.2015 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband