Að rýja kindina í stað þess að flá hana.

Góður bóndi lætur sér nægja að rýja kindur sínar í stað þess að flá þær, að tryggja vellíðan þeirra í stað þess að ganga of hart að þeim. 

Þetta gildir líka á markaðnum. Góð viðskipti byggjast á því að báðir aðilar séu ánægðir og telji sig hafa hagnast enn ekki bara annar aðilinn. 

Þetta skynja forráðamenn IKEA og einnig það, að of miklar verðhækkanir koma öllum í koll, ekki bara neytendum og viðskiptavinum, því að með hækkun vöruverðs hækkar vísitalan, skapar óánægju hjá launþegum og kallar á auknar kröfur um kauphækkanir. 

Nú er rétti tíminn til að standast freistingar um miklar verðhækkanir, sem gefa stundarhagnað en valda tjóni þegar til lengri tíma er litið.  


mbl.is Markaðurinn tók undir með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þórarinn Ævarsson sem næsta seðlabankastjóra!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2015 kl. 21:42

2 identicon

Að vísu er misjafnt hver álagning verslana og afkoma er. Þannig er verðlag í Ikea umtalsvert hærra hér á landi en í nágrannalöndunum. Sá sem er með háa álagningu getur skorað prik hjá auðtrúa og fávísum almenningi með því að lækka álagninguna aðeins. Nokkuð sem þeir sem haft hafa litla álagningu geta ekki eins auðveldlega og fá því skít og skammir fyrir. Afleiðingin er sú að verslunarmenn sjá að þeir ná hylli almennings með því að vera með háa álagningu og auglýsa vel hve góðir þeir séu þegar þeir lækka hana lítillega.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 22:06

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bara ef allir verslunarmenn sem eru með of háa álagningu á söluvörum sínum myndu nú einfaldega gera þetta sama...

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2015 kl. 22:12

4 identicon

Líklegast erfiðara að finna dæmi um lága álagningu en háa í smásöluversluninni hér.  Jafnvel dálítið mikið erfiðara.

ls (IP-tala skráð) 21.8.2015 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband