Næsta skref aðgerðarinnar "Orkuskipti - koma svo!"

Í fyrrahaust greindi ég frá því að draumur minn væri að innleiddur yrði í íslenska bílaflotann "rafbíll litla mannsins".

Renault Twizy, facebook

Ég nefndi Renault Twizy sem dæmi um slíkan bíl, þennan sem er á efstu myndinni hér á síðunni.

Skömmu síðar kviknaði hugmynd um að það fyrsta sem yrði gert á slíkum bíl, yrði að aka honum í kringum landið og vekja með því athygli á honum.  Sðrli, Bakkasel

Ýmislegt tafði fyrir þessu, fjárskortur og fleira, og þá breyttist hugmyndin í að fara á reiðhjóli með rafknúinni hjálparvél kringum landið og fara samtímis hringinn á rafbíl í fullri stærð.

Þegar ég ræddi þetta við Gísla Gíslason hjá Even kom í ljós að honum hafði dottið hið sama í hug varðandi dýrasta og öflugasta rafbílinn af gerðinni Tesla S og að sett yrði hraðamet, því að þegar árið 2006 hefði rafbíl verið ekið allan hringinn í fyrsta sinn.

Úr varð hugmynd um samræmda aðgerð, þar sem Gísli æki hringinn rangsælis, en jafnframt yrði fyrstu ferð rafknúins hjóls milli Akureyrar og Reykjavíkur stillt þannig upp að bæði faratækin ækju samtímis í mark í Reykjavík.Tesla S, Gísli Gíslason, Ak

Tafir í tilraunum með rafhjól seinkuðu þeirri ferð og Gísli setti hraðametið 20. júlí sl., 30 klukkustundir, en rafhjólinu Sörla var ekið frá Akureyri til Reykjavíkur dagana 18-19. ágúst.

Þessi tvð farartæki eru á sitt hvorum enda flóru rafknúinna farartækja, annars vegar þeirra léttustu og ódýrustu, reiðhjóla með hjálparvél, og hins vegar öflugasti rafbíllinn, Tesla 2, og það er dæmi um þá möguleika til framfara sem eru í öllum stærðum rafknúinna farartækja.

"Rafbíll litla mannsins", hin upprunalega hugmynd undir heitinu "Orkuskipti - koma svo!" , hefur fengið á sig skýrari blæ eftir rafhjólsferðina en þessi upprunalega hugmynd fólst í því að bíllinn væri það léttur, að hægt yrði að knýja hann með sams konar rafhlöðum og minnstu rafhjólin, en það gæfi möguleika á að skipta út rafgeymum á ferðalögum í stað þess að tefjast við að hlaða þá.

Slík skipting gæti farið fram á bensínstöðvum olíufélaganna á svipaðan hátt og þegar skipst er á gaskútum, afhentur tómur gaskútur og fullur fenginn i´staðinn.

Minnstu raunhæfu rafbílar litla mannsins, sem núna koma til greina eru Renault Twizy og IMA Colibri.

Twizy er tveggja sæta og um 550 kíló en Colibri verður aðeins 440 kíló þegar hann á að komast í framleiðslu á næsta ári.

Í akstri á bílum innanbæggja eru aðeins að meðaltali 1,1 maður í bíl og því ætti eitt sæti að vera alveg nóg.

Gallinn við Twizy og rafbíla yfirleitt er sá að rafgeymarnir eru undir gólfinu, erfitt að komast að þeim og bíllinn verður hærri en ella og farþegar sitja hærra.Colibri

Colibri er hins vegar nákvæmlega eins hannaður og draumabílar, sem ég hef verið að teikna síðustu 55 ár: Maðurinn situr eins neðarlega í bílnum og hægt er, líkt og í kappakstursbíl, og vél og drif eru fyrir aftan hann.

Rafgeymum er raðað meðfram manninum sitt hvorum megin við hann og hann fer inn í bílinn og út úr honum með því að stíga yfir þröskuld i gegnum einar dyr, sem ppnast upp.

Colibri er með tveggja þrepa sjálfskiptingu, nær 120 kílómetra hraða og er innan við 10 sekúndur úr kyrrstöðu upp í hundraðið.colibri rafbíll

Það þyrfti að flytja einn slíkan bíl inn í byrjun og prófa hann og rannsaka, en síðan að hanna léttari og betri bíl, þar sem rafhlöðurnar yrðu svipaðar og í rafreiðhjólunum og auðveldlega útskiptanlegar.

Ef þyngdinni á "rafbíl litla mannsins" er náð úr 440 kílóum niður í 340 er björninn unninn og hægt að fara á slíkum bíl milli Reykjavíkur og Akureyrar á 5-6 klukkustundum fyrir 2-300 krónur í stað minnst 4000 þúsund króna á bíl knúnum jarðefnaeldsneyti.

Og orkan auk þess alveg hrein.

Danir eru um þessar mundir að endurmeta þá möguleika, sem stóraukin notkun rafhjóla getur gefið til að minnka útblástur og orkukostnað.Colibri, aftan frá

Segja að möguleikarnir hafi verið stórlega vanmetnir fram að þessu.

Framleiða orkuverin, sem Danir frá orku frá, þó að stórum hluta orku fengna úr jarðefnaeldsneyti.

En engu að síður verður heildarmengunin miklu meiri ef hún kemur frá hverjum bensínbíl fyrir sig en frá orkuverinu í gegnum rafbíla.  


mbl.is Anna ekki spurn eftir Kia Soul EV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vandinn við þetta allt eru peningar. Hvort sem áhuginn er fyrir rafknúnu reiðhjóli, nú eða Tesla af flottustu gerð, þá kostar það allt of mikið miðað við sambærileg hefðbundin tæki. Jafnvel þó aðflutningsgjöld af rafbílum séu felld niður, er verðmunur hans og sambærilegs bensín- eða díselbíls svo mikill að hægt er að aka allt að eitt hundrað þúsund kílómetra fyrir mismuninn. Ef tekinn er raunverulegur kostnaður við framleiðslu rafbíla, kostnaður án niðurgreiðslna til framleiðenda og án skattaafsláttar til kaupenda, þá sést að þessir bílar eru frá því að vera helmingi dýrari en hefðbundnir bílar og þaðan af meira. Dæmið um eitthundrað þúsund kílómetrana er samanburður raf við bensín/dísel bíla af sömu gerð, út úr búð hér heima. Þar inni eru þó niðurgreiðslur til framleiðenda og afslættir til kaupenda.

Meðan svo er, er vart hægt að tala um byltingu í orkuskiptum. Ekkert land í heimi er þó betur undir það búið en Ísland og víst að þetta mun koma. En verðmismunurinn verður að minnka og það verulega. Þann mismun verður að minnka hjá framleiðendum bílanna, að ætla ríkissjóðum það hlutverk er hvorki rétt né mögulegt.

Hugmynd þín um örsmáa borgarbíla er hins vegar nokkuð góð. Hugsanlega væri hægt að framleiða slíka bíla á einhverju viðráðanlegu verði. Skiptanlegir rafgeymar eru eitthvað sem framleiðendur ættu að skoða alvarlega, hvort heldur er í stórum eða smáum bílum. Það er ekkert verkfræðilegt sem mælir gegn því, einungis samstöðuleysi framleiðenda. Kannski þarf að koma þar til einhverskonar heimslöggjöf, svipað og með hleðslutæki fyrir síma, en innan fárra ára verða allir farsímaframleiðendur að vera með samræmd hleðslutæki.

Fyrst og fremst þarf þó að ná niður kostnaði við framleiðslu rafbíla, svo neytendur sjái að kaup og rekstur þeirra sé a.m.k. ekki mikið hærri en hefðbundinna.

Gunnar Heiðarsson, 23.8.2015 kl. 07:52

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er sammála Gunnari að kosnaður er of mikill eins og staðan er í dag. Sjálfur ætla ég að bíða í ca. tvö ár eftir að fjárfesta í rafmagnsbíl. Að skipta út rafgeimum á hleðslustöðvum held ég að verði ekki ofaná þar sem geimarnir eru ansi dýrir og stofnkosnaður þar af leiðandi mikill. En það er komin ný tækni við hleðsluna sem felst í plöttum sem eru staðsettir undir bílunum og hleður þá þráðlaust. Mér hefur dottið í hug að hægt væri að hlaða bílana " On fly" með því að nota lestarsýstemið " með því að koma búnaði fyrir á þaki bílanna ( oft langt mál að útskýra frekar) en það er ekki óhugsandi að þróa " plattakerfið" í sama tilgangi. Sennilega koma fram hagkvæmar lausnir frá bílaframleiðendum á næstu árum. En ég trúi því að í náinni framtíð muni hleðsla rafmagnsbílanna ekki taka lengri tíma en þeirra sem knúnir eru öðrum orkugjöfum. Gangi þér vel í öðrum áfanganum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2015 kl. 08:53

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eitt sem mætti benda á varðandi innanbæjaraksturinn er að það er erfitt fyrir fólk sem býr í fjölbýlishúsum að hlaða þar sem engar hleðslustöðvar eru við bílastæðin. Sveitarfélög eru sum hver farin að gera kröfu til hönnuða um slíkt en það þyrfi að setja þetta ákvæði inn í byggingareglugerð. Eins þyrfti að finna leiðir til að endurbæta gömul bílastæði eða bílastæðishús í þessum tilgangi.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2015 kl. 09:13

4 identicon

Renault Twizy er seldur án rafgeyma í Bretlandi. Rafgeymarnir eru leigðir og kostar leigan um 15 krónur á kílómeter. Akureyri-Reykjavík með einn farþega hefði því kostað nálægt 6000 krónur. Smábíll hefði farið leiðina fyrir helming þess verðs með 3 farþega.

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 11:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt er þetta rétt og satt hjá ykkur, en innleiðing tækninýjunga hefur alltaf verið dýr í upphafi. Menn hlógu að hugmyndinni um fyrstu bílana því að allt samgöngukerfið byggðist á langri hefð og hagkvæmni í kringum hestinn og bíllinn varð ekki samkeppnisfær fyrr en Henry Ford hafði bylt framleiðsluaðferðunum og hannað nógu sáraeinfaldan bíl. 

Smábílar fara yfirleitt ekki um þjóðvegi landsins með þrjá farþega. Það er alger undantekning. Í yfirgnæfandi tilfella er aðeins einn maður eða það í mesta lagi tveir um borð. 

Ég hafði góðan tíma til að skoða þetta á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur þegar ég mætti hátt á annað þúsund bílum. 

Litlu rafbílarnir gera fyrst og fremst gagn í daglegu innanbæjarsnatti sem er meira en 90% af notkun bíla yfirleitt, og þegar menn bæta kostnaði við rafgeymaleigu við orkukostnað gleymist alveg að taka með í reikninginn hliðstæðan kostnað við viðhald venjulegra bíla. 

En eins og er er notkun rafbíla þeim annmörkum háð að vera bundin við hleðslustöðvar í stað þess að hvenær sem er sé hægt að breyta innanbæjarnotkun bensínbíls í utanbæjarnotkun. 

Rafhjólið er einfalt og ódýrt. Ef ég snatta á því eingöngu innanbæjar í stað bíls, borga ég 230 krónur á mánuði í rafmagn í stað 20 þúsund króna í bensín. 

Ómar Ragnarsson, 23.8.2015 kl. 12:14

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðan gleymist alveg hagræðið við að minnka umfang og það rými sem snattaksturinn teku á bílum sem eru að meðaltali 4,5 metrar á lengd og 1,75 á breidd. 

Ef allir bílar á Miklubrautinni væru 2,5 metra langir, myndu á hverjum degi verða 200 kílómetrar af malbiki auðir sem nú eru þaktir bílum. 

Hugmyndin um rafbíl litla mannsins byggist á því að þeir séu 1,05 metrar á breidd og að tveir megi vera samsíða á akrein. 

Ef þeir eru 2,5 metra langir eins og fyrsti Smartbíllinn var, geta fjórir verið þversum í einu bílastæði. 

Í þessu felst óhemju sparnaður, ekki bara vegna auðveldari og ódýrari umferðar, heldur í kostnaðinum við gatna- bílastæða- og vegakerfi, þar sem sett er sú forsenda að það þurfi að meðaltali 2000 kíló af stáli til að færa 100 kíló af mannakjöti úr stað. 

Ómar Ragnarsson, 23.8.2015 kl. 12:22

7 identicon

Rafmagnsbílar eru ekki tækninýung. Þeir eru tækni sem ekki hefur tekist að gera hagkvæma í þau 180 ár sem liðin eru frá fyrsta rafmagnsbílnum.

Rafmagnsbílar þurfa líka viðhald. Og það er síst ódýrara en viðhald bensínbíls. Munurinn er aðallega sá að viðhald rafmagnsbíla er í stórum upphæðum á nokkurra ára fresti en stöðugar litlar upphæðir á bensínbíl, fyrir utan dekk, þurrkublöð o.s.frv. sem er eins.

"Hugmyndin um rafbíl litla mannsins byggist á því að þeir séu 1,05 metrar á breidd og að tveir megi vera samsíða á akrein." Gallinn er sá að auðveldara er að gera eins bensínbíl sem kostar minna og er þjóðhagslega hagkvæmari. Lítil yfirbyggð fjórhjól með litlar vélar.

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 13:23

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var búinn að teikna slíkan bíl fyrir 55 árum, Vagn, og hann á líka mikinn rétt á sér. En ávinningurinn fyrir lofthjúp jarðar er samt minni en hjá rafbílnum. 

Ómar Ragnarsson, 23.8.2015 kl. 17:30

9 identicon

Hef minnst á það áður og geri hér enn, af því að ég sá þessar teikningar þínar, nokkrar, fyrir um 55 árum. HVENÆR ætlarðu að gefa þessar teikningar út á bók? Hráar teikningarnar með skýringum. Ég bíð og bíð og bíð og bíð....... 

Kveðja Stebbi Ben

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 00:23

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Fyrir nokkrum árum síðan fannst mér óumdeilanlegt að rafbílar væru framtíðin. En eftir að ég heyrði um tilvonandi sæstreng til Bretlands, þá breyttist mín skoðun á rafbílavæðingunni mikið.

Hvað mun Bretaveldið rukka fyrir raforkuna á Íslandi?

Ekki verður Bretaorkan á Íslandi ókeypis? Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.8.2015 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband