Fyndnar mótsagnir.

Fyndnar mótsagnir blasa við hvert sem litið er á okkar kæra landi. Sama manneskjan, sem er svo löt, að hún nennir ekki að ganga 20-30 metra, heldur leggur bílnum sínum í stæði hreyfihamlaðra, fer inn í ræktina til þess að hlaupa lengi lengi eins og óð væri á hlaupabretttinu. 

Sama manneskjan og nennir ekki að ganga frá lóðunum eftir æfinguna með því að færa þau um nokkra metra, er búin að lyfta þeim löðursveitt og másandi og blásandi í brjálæðislegri törn lengi á undan. 

Kunnugir segja þetta hvergi tíðkast nema á Íslandi. 

Sama manneskjan og búin er að ganga rösklega með hundinn sinnum kílómetrum saman, nennir ekki að ganga 200 metra út í búð, heldur ekur þetta steinsnar á 3ja tonna jeppanum sínum.   


mbl.is „Ef menn verða með stæla þurfa þeir bara að æfa annarstaðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er vandamálið það að fólk tekur fyrirmælin bókstaflega.  Það gengur frá lóðunum í stað þess að setja þau aftur á sinn stað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 08:46

2 identicon

"Kunnugir segja þetta hvergi tíðkast nema á Íslandi. "

Kunnugir eru greinilega ekki mjög kunnugir enda helst að "kunnugir" séu bara Ómar Ragnarsson sjálfur að bulla. Væri ekki í fyrsta sinn.

Keyra í ræktina - Alþjóðlegt
Ganga ekki frá lóðunum - Alþjóðlegt

Ókunnugur (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 09:49

3 identicon

Ræktin er einvörðungu fyrir þá sem eru á sterum. Ég hef aldrei skilið mentalitetið hjá þessu fólki, nema það sé vinalaust og að leita að nýjum vinum alla daga, uff.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 10:20

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tíðkast hvergi nema hér.

Að öðru leiti er, að mínu mati, að stefna í dáldið vandamál með hjólreiðarmenn og gangstíga.

Maður er orðinn alltaf á varðbergi á göngustígum vegna hjólreiðamanna á ofsaferð.   Nánast skíthræddur.

Þett var ekki það sem göngustígar áttu að vera.

Hjólreiðamenn verða að vera á sér stígum.  Þeir eiga ekkert að hjóla á ofsaferð eftir stígunum.  Það er fyrir göngufólk, krakka o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2015 kl. 10:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Bjarki Kristjánsson verður að passa sig á hjólgröðu fólki.

Þorsteinn Briem, 25.8.2015 kl. 14:39

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fullt af venjulegu fólki í líkamsræktunum. Ég stundaði Ræktina á Nesinu árum saman meðan hún starfaði og hvorki voru ég, Geir Haarde eða margir aðrir, sem ég þekki, á sterum. 

Enn er fullyrt í athugasemdum, þegar ég hef eftir öðrum, að þetta hafi þeir ekki sagt, heldur sé ég einn að bulla. 

Nú síðast fyrir nokkrum dögum var fullyrt í athugasemd að talsmenn álveranna á Íslandi væru ekki til og ekkert af því sem ég hafði eftir þeim væri neitt annað en bull úr mér einum.

Daginn eftir að þessi ítrekaða athugasemd birtist, kom frétt um málið í Fréttablaðinu þar sem annar af tveimur helstu talsmönnum álveranna bar fram kenningar sínar.

Við þetta þagnaði að vísu söngurinn um bullið í mér í bili, en það tekur sig reglulega upp aftur.  

Ómar Ragnarsson, 25.8.2015 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband