Evrópa öll í níunda sæti.

Þótt flóttamannafjöldinn í Evrópu sé hinn mesti í 60 ár er álfan enn sem komið er í níunda sæti yfir þau lönd heims, sem flóttamenn hafa flust til. Efst trónir Tyrkland með tvær milljónir og Líbanon og nokkur önnur lönd utan Evrópu koma þar á eftir. 

Þessi lönd er margfalt fátækari en lönd Evrópu og má nærri geta hvað þessi mikli fjöldi flóttamanna reynir á þau þjóðfélög. 

Við lok Seinni heimsstyrjaldarinnar voru 14 milljónir manna ýmist fluttir nauðugir frá heimkynnum sínum eða flúðu af eigin hvötum. 

Ástæða þess að flóttafólkið nú veldur svona miklu umróti er sú, að um er að ræða fólk sem flytst á milli menningarheima, úr múslimsku umhverfi vanþróaðra ríkja yfir í kristið umhverfi vestrænna velferðarsamfélaga. 

Það veldur tortryggni og skapar vandamál varðandi aðlögun flóttamannanna að nýjum heimkynnum sem er vandasamari en aðlögun 14 milljóna flóttafólks fyrir 60 árum innan Evrópu.

Í þessu felst viðfangsefni sem samt verður varla komist hjá að leysa og á að vera hægt að leysa ef jákvæðni og nýting fyrri reynslu er höfð að leiðarljósi.

Tugir milljóna flóttafólks um allan heim er einfaldlega viðfangsefni 21. aldarinnar, þegar loftslagsbreytingar og gríðarlegar sviptingar vegna þverrandi auðlinda af ýmsu tagi eiga eftir að skekja heiminn.  

 


mbl.is Kynþáttahatrið sameinar þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband