Varúðar- eða viðbúnaðarlending.

Flugvélin sem sagt er að "nauðlent" hafi á Gardemoen flugvelli í hástemmdum fréttum var hvort eð er á leið þangað og lenti á áætluðum komutíma á áætluðum stað algerlega áfallalaust.

Sú lending var í raun ekki nauðlending heldur í samræmi við flugáætlun, þótt viðbúnaður væri í gangi. 

Ekkert var að henni þegar hún lenti annað en það að aðvörunarljós var bilað. 

Hjólabúnaðurinn fór eðlilega niður í aðflugi, enginn á jörðu niðri sá eld við búnaðinn, en venja er að viðkomandi flugvél fljúgi yfir völlinn með hjólin niðri og hjólahúsið opið til þess að starfsmenn á jörðu niðri geti skoðað hann frá jörðu, og enginn eldur sást né varð hans vart , - lendingarbúnaðurinn virkaði fullkomlega og óaðfinnanlega í lendingu. 

Hins vegar var viðbúnaður hafður til öryggis eins og um eld væri að ræða úr því að bilað aðvörunarljós logaði. Líktist meira brunaæfingu en raunverulegu brunastarfi.   

Stórlega er gert mikið úr svona atvikum og oft um of. Það gerir fréttina meira spennandi, ekki síst ef Íslendingur hefur verið um borð og getur vitnað um "neyðina",  en minnir svolítið á spurningu Bíla-Lása á meiraprófi bílstjóra hér í gamla daga: "Hvað er aö, þegar ekkert er að, en þó er ekki allt í lagi?" 


mbl.is Nauðlenti á Gardermoen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Of þétt bensínlok

Siggi (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 09:44

2 identicon

Meint ástæða er tilgreind í fréttinni:

"Rúnar...var um borð í vélinni en lendingin gekk að óskum."

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 10:05

3 Smámynd: Már Elíson

Vélin hefur semsagt lent á Óslóarflugvelli í Gardemoen...eða...??

Már Elíson, 29.9.2015 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband