Athyglisverður dómur hæstaréttar Bandaríkjanna.

Dómur hæstaréttar í máli Muhammads Alis vegna neitunar hans að gegna herþjónustu var að mörgu leyti mjög merkur. 

Dómurinn kom mjög á óvart, því að í undirrétti hafði Ali fengið þungan dóm fyrir neitun sína og fáir bjuggust við því að hæstiréttur undir forystu Warrens myndi dæma öðruvísi.

Warren var reglulega í símasambandi við Nixon forseta og fylgdi því fast eftir að dómararnir væru helst einróma kveðnir upp. 

En aðstoðarmaður eins dómarans, sem var kominn með banvænt krabbamein og vildi ekki að neinn blettur félli á starfslok sín varðandi það að kveða upp ranga dóma, fann hliðstæðu við mál Alis, sem kom dómurunum í bobba. 

Rétturinn hafði sýknað hvítan Mormóna, sem var sakaður um það sama og Ali, að hafa neitað að gegna herþjónustu af trúarástæðum. 

Ef dæmt var öðru vísi í máli Alis en Mormónans var hægt að saka réttinn um að mismuna fólki eftir litarhætti og trú, en það var andstætt meginatriði bandarísku stjórnarskrárinnar um að ekki megi mismuna fólki eftir trú og litarhætti. 

Hjá mormónanum og Ali var í báðum tilfellum um að ræða meginatriði trúarbragðanna, friðarboðskapinn. Þótt hugsanlega væri hægt að finna einhver einstök atriði annars staðar í kenningu múslimatrúar og kristinnar trúar, væri það aukaatriði. 

Hvað varðar rétt samkynhneigðra samkvæmt mannréttindakafla íslensku stjórnarskrárinnar er um meginatriði að ræða sem er afsprenngi þess boðskapar kristninnar að allir skulu teljast Guðs börn og jafnir fyrir Guði. 

Meginatriðið varðandi mannréttindi og jafnrétti hlýtur því að eiga að vega þyngra en það, hvort viðkomandi prestur eða hliðstæður aðili innan annarra trúarbragða hengi sig á einstakar setningar í Gamla testamentinu.

Tillaga Brynjars Níelssonar er vel meint en það gengur samt ekki upp að einstakir prestar geti framið mannréttindabrot á fólki.  


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp hljóta það að vera ömurlegt brúðkaup þar sem aðaltilgangurinn er að neyða einhvern prestræfil að gefa saman einstaklinga af sama kyni

En greinilega verða slík brúðkaup haldin í nafni réttlætisins innan skamms

Grímur (IP-tala skráð) 29.9.2015 kl. 20:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Versnar nú Geirs Waage spott,
verður á í messu,
ekki á hann Grímur gott,
að gifta sig í þessu.

Þorsteinn Briem, 29.9.2015 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband