Hefur ekki minnstu áhrif á neitt.

Jarðskjálftinn við Héðinshöfða norðan við Húsavík í nótt var á nokkurn veginn þeim stað, þar sem búast má við stærsta jarðskjálfta á Íslandi eftir því sem er mat færustu jarðskjálftafræðinga.

Þar er nú unnið að því, þrátt fyrir aðvörunarorð, að reisa verksmiðju sem verður með fljótandi málmi.

Vegna þessarar verksmiðju voru veittar stærstu ívilnanir, sem veittar hafa verið enn fyrir stóriðju á Íslandi.

Störf vegna stóriðju á Íslandi eru þau langdýrustu sem hægt er að stofna til, milljarður hvert starf, á sama tíma sem störf við skapandi greinar kosta nokkur prósent af þeim kostnaði.

Arðinn af stóriðjunni flytja útlendingar úr landi og borga jafnvel engan tekjuskatt.

Sagt er að verksmiðjan muni fjölga mjög ungu íslensku fólki til framtíðar á svæðinu þótt í ljós sé að koma að stóriðja stöðvar ekki flutning ungs fólks í burtu af landsbyggðinni.

Fróðlegt væri til dæmis að vita um samsetningu vinnuaflsins hjá Fjarðaráli í Reyðarfirði þar sem sagt hefur verið frá fjölmennri messu kaþólska biskupsins á Íslandi nýlega.

Hún skyldi þó ekki hafa verið haldin fyrir Pólverjana á staðnum?

Sú verksmiðja kostaði mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisáhrif sem mögulegt er að valda á Íslandi.

Nýja verksmiðjan norðan Húsavíkur verður reist á miðpunkti mesta jarðskjálftahættusvæðis Íslands. Sú staðreynd hefur ekki haft og mun ekki hafa minnstu áhrif á framgang þess máls.

Þannig er Ísland í dag.   

P.S. Í fréttum í dag kemur fram í viðtali við formann Framsýnar að stórfelld brögð séu að því að íslenskir verktakar fái erlenda undirverktaka til starfa fyrir sig við framkvæmdir á Bakka og komist þannig hjá því að borga skatta og skyldur á Íslandi. Sérkennilegt í ljósi þess að framkvæmdin var talin forsenda fyrir innlendri atvinnuuppbyggingu, ekki erlendri.   


mbl.is Jarðskjálfti við Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)


Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 10:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 10:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Skiptar skoðanir um kísilver á Bakka við Húsavík

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 10:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 11:00

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Póskir starfsmenn Fjarðaráls eru væntanlega ekki farandverkamenn heldur fólk sem hefur flutt hingað. Þetta eru þá í raun íslendingar sem borga skatta hérlendis og taka þátt í samfélaginu til jafnt við aðra landsmenn.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.11.2015 kl. 11:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.6.2015:

Það verða ekki einungis heimamenn sem munu sjá um framkvæmdir vegna kísilvers á Húsavík.

Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga segist gera ráð fyrir að hlutfall Íslendinga og erlendra verkamanna verði nokkurn veginn jafnt en það sé þó aðeins hans spá.

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 11:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.7.2015:

Farið er að bera á þenslu í byggingariðnaðinum og ýmsum hættumerkjum í efnahagskerfinu, segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hann segir afar mikilvægt að endurtaka ekki sömu mistök og á árunum 2004-2007.

Þensla í byggingariðnaðinum og ýmis hættumerki í efnahagskerfinu

Þorsteinn Briem, 2.11.2015 kl. 12:07

11 identicon

Starfsmenn Fjarðaáls voru um 470 á árinu 2014. Um 92% starfsmanna eru íslenskir ríkisborgarar. Um 95% starfsmanna eiga lögheimili í nærliggjandi byggðarlögum.  Samtals vinna um 400 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu eða á álverssvæðinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 15:00

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að taka það fram að á þessari bloggsíðu hef ég andæft sífelldum árásum á innflytjendur og bent á að ef þeirra hefði ekki notið við hefðu stór svæði úti á landi lagst í eyði, svo sem Vestfirðir.

En margir þeirra sem hamast mest gegn innflytjendum eru einnig afar einsýnir á það að setja stóriðju framar öllu og rökstyðja það með því að þannig skapist mest "atvinnuuppbygging" fyrir unga alíslenska fólkið.

Ómar Ragnarsson, 2.11.2015 kl. 18:47

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Það er rétt að taka það fram að á þessari bloggsíðu hef ég andæft sífelldum árásum á innflytjendur og bent á að ef þeirra hefði ekki notið við hefðu stór svæði úti á landi lagst í eyði, svo sem Vestfirðir". Efast ekki um þetta enda var þessi athugasemd ekki til þess gerð að gera úr þér einhvern rasista. Varðandi seinni lið þá er ég sammála því að það á ekki að einblína á stóriðju en finnst samt að allt of lítið sé gert úr  mikilvægi þeirra Stóriðjuvera sem reistar hafa verið fyrir þjóðarbúið. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.11.2015 kl. 19:29

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hlutfall erlendra ríkisborgara í álverinu í Reyðarfirði er það sama og af heildar vinnuafli landsins.

Ungt og vel menntað fólk af Mið-Austurlandi hefur fengið vinnu í álverinu. Af um 450 starfsm0nnum álversins er um fjórðungur háskólamenntaður og um helmingur iðnmenntaður. Þeim sem ekki hafa lokið námi af neinu tagi er boðið upp á stóriðjuskóla í Verkmenntaskólanum í Neskaupsstað og að því námi loknu hækka launin.

Almennt eru laun góð í álverinu og með tilkomu þess hækkuðu meðallaun á Mið-Austurlandi umtalsvert og svæðið breyttist úr einu mesta láglaunasvæði landsins í eitt það hæstlaunaðasta.

Að auki hefur með tilkomu álversins aukist samkeppni um vinnuafl í öllum geirum atvinnulífsins sem hefur haft áhrif til hækkunar launa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2015 kl. 03:12

16 identicon

"Það er rétt að taka það fram að...."    En þú hefur verið duglegur við það að gefa í skyn að bygging álversins hafi verið óþörf vegna þess að þig gruni að fleiri en innfæddir vinni þar. Því til sönnunar hefur þú mætingartölur úr kaþólskri messu og gefur þér að þar hafi aðeins verið útlendir starfsmenn álversins.

Stóriðja stöðvar ekki flutning ungs fólks í burtu af landsbyggðinni. Ungt fólk leitar burtu til náms. Stóriðjan hefur orðið til þess að þetta fólk snýr heim í hérað að námi loknu og finnur vel launuð störf sem hæfa menntuninni frekar en að snúa sér að fjallagrasatínslu og atvinnuleysisbótasöfnun.

Og svo er það margleiðréttur misskilningur hjá þér að byggingarframkvæmdirnar séu atvinnuuppbyggingin. Það er starfsemin sem fara á fram í byggingunum sem átt er við þegar talað er um atvinnuuppbyggingu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 11:11

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Alcoa Inc., móðurfélag Alcoa Fjarðaáls á Íslandi, tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggist loka þremur álverum í Bandaríkjunum."

"Miklar umframbirgðir af áli, fyrst og fremst fyrir tilstilli holskeflu af kínversku áli á heimsmarkaði, hefur leitt til þess að álverð hefur ekki verið lægra í langan tíma.

Vestrænir álframleiðendur mega sín lítils í samkeppninni og hafa neyðst til að draga saman seglin í ljósi minnkandi hagnaðar, samanber ofangreindar aðgerðir Alcoa.

Alcoa áætlar að umframbirgðir á þessu ári nemi 760 þúsund tonnum, sem nægir til að smíða 16 þúsund Boeing 747 flugvélar."

Alcoa dregur saman seglin

Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 15:52

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fækkaði íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 16:04

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú kæfir alla umræðu með heimskulegum athugasemdum, Steini.

Íbúum í Fjarðabyggð fjölgaði verulega með tilkomu álversins og á Reyðarfirði fjölgaði íbúum um 100%.

Þarna kýst þú að telja með tímabundna farandverkamenn sem voru á Reyðarfirði á árunum 2003-2007, en þeir voru þegar mest var um 1600, flestir frá Póllandi.

Þess má geta að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað í Fjarðabyggð um yfir 200´frá árinu 2005. Þrátt fyrir það hefur íbúum í Fjarðabyggð fjölgað mikið vegna álversins.

Hægt er að sjá það í hendi sér hversu alvarlegt ástandið væri í dag í sveitarfélaginu, ef ekki væri fyrir álverið.

Svona bull í þér Steini, sem þú ítrekað póstar í athugasemdarkerfi Ómars Ragnarssonar, getur þýtt þrennt.

    • Þú er óheiðarlegur

    • Þú ert geðveikur

    • Þú ert heimskur

    Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2015 kl. 21:16

    21 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Gunnari Th. Gunnarssyni frekar en fyrri daginn.

    Þorsteinn Briem, 3.11.2015 kl. 23:34

    22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Ég var að hrekja bullið í þér!!!

    Ok, þá er a.m.k. það neðsta staðfest. Hef sterka tilfinningu fyrir að þetta í miðjunni eigi líka við... og þá áttu samúð mína. 

    Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2015 kl. 00:03

    24 Smámynd: Þorsteinn Briem

    "Fjarðabyggð er sveitarfélag á Mið-Austurlandi sem varð til 7. júní 1998 við sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps.

    8. október 2005 var samþykkt í kosningum að sameina Fjarðabyggð, Mjóafjarðarhrepp, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhrepp undir merkjum Fjarðabyggðar og tók sú sameining gildi 9. júní 2006 í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006."

    Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2015 - Sveitarfélagaskipan hvers árs - Hagstofa Íslands

    Sem sagt, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fækkaði íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

    Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 00:31

    25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Ef þú hefðir þó ekki nema rétt meðal greind, þá dytti þér ekki í hug að pósta þessari þvælu.

    Leitaðu þér hjálpar

    Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2015 kl. 01:52

    26 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Sem sagt, ekkert málefnalegt frá þér frekar en fyrri daginn, Gunnar Th. Gunnarsson.

    Þorsteinn Briem, 4.11.2015 kl. 02:10

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband