Frankenstein Vesturlanda að verki ?

Vestrænar lýðræðisþjóðir með NATO og Bandaríkin í fararbroddi og meðal annars okkur Íslendinga sem meðreiðarsveina mótuðu með sér þá sýn, að með hvatningu og stuðningi væri hægt að koma af stað því sem fékk nafnið Arabíska vorið, lýðræðisvakningu í Arabalöndunum, sem myndaði svo öflug samtök, að hægt væri að velta einræðisherrum af stóli.

Einkum þótti fýsilegt að Gaddafi í Líbíú og Assad í Sýrlandi, áratuga skjólstæðingar Rússa, yrðu hraktir frá völdum líkt og Saddam Hussein í Írak á sínum tíma.

En þessir uppvakningar Vesturlanda reyndust vera Frankensteinar, einkum í Sýrlandi.

Í gærkvöldi sá ég fyrir tilviljun fréttaskýringu í erlendu sjónvarpi þar sem færð voru að því rök að ISIS væri Frankenstein Bandaríkjanna í Sýrlandi í krafti bandarísks stuðnings í upphafi og bandarískra vopna, sem samtökin réðu greinilega yfir.

Einnig var varpað ljósi á það hve Rússar næðu mun meiri árangri í hernaði gegn ISIS en Bandaríkjamenn og spurt, hvort það væri vegna þess, að Kanarnir tækju fall Assads fram yfir það að veikla ISIS um of.

Og vitað er að þegar á reynir, eru það olíuhagsmunir og orkuhagsmunir, sem hafa úrslitaáhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Miklar gaslindir eru í Sýrlandi og landið skapar aðgengi frá Persaflóa í gegnum Írak til Miðjarðarhafsins.

Hvað, sem því líður, er ljóst að atburðarásin í "Arabíska vorinu" hefur orðið allt önnur en stefnt var að, allt frá Íraksstríðinu 2003 til okkar dags með hættu á hernaði þar sem aðilar málsins missa atburðarásina úr höndum sér.  


mbl.is „Allt í einu var ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta, þá hófst "arabíska vorið" í Túnis. Fyrir samsæriskenningarsmiði er nauðsynlegt að gleyma þeirri staðreynd, enda gengur erfiðlega að setja saman trúverðuga kenningu.

Í öðru lagi, uppreisnin í Lýbíu og Sýrlandi hófst á svipaðan hátt og í Túnis. Fjöldamótmæli sem breyttust í uppreisn með vopnavaldi.

Í þriðja lagi, þá á nú eftir að sýna árangur af árásum Rússa á Isis, enda beinast árásirnar að öðrum uppreisnarhópum sem njóta stuðnings m.a. Saudí Arabíu, Tyrklandi og vesturlanda.

Í fjórða lagi, þá er það auðvitað grímulaus áróður að kenna Bandaríkjunum um allt sem miður fer í arabaríkjum. Sem dæmi þá forðast samsæriskenningarsmiðir að minnast á stríðið í Jemen og ástandið í Egyptalandi, enda fellur það ekki að samsæriskenningum.

Í fimmta lagi, þá er það ekki brýn þörf Bandaríkjamanna að fá einhverja beina línu frá Miðjarðarhafsströnd Sýrlands og gegnum Írak. Bandaríkjamenn eiga gott samstarf við Tyrkland, Ísrael, Egyptaland, Jórdaníu, Saudí Arabíu, Sameinuðu furstadæmin og Kuwait, og ef þeir þurfa einhverja línu (sem þeir þurfa ekki) þá er vel hægt að komast í gegnum þessi lönd.

Í sjötta lagi, þá hófst Íraksstríðið árið 2003, brottflutningur bandaríska hersins 2007 og var lokið þegar "arabíska vorið" hófst fyrir alvöru. Viðvera hers Bandaríkjamanna er því ekki áhrifavaldur.

Í áttunda lagi, þá þurfa Bandaríkjamenn ekki á gaslindum Sýrlands að halda.

Í níunda lagi, þá er það barnalegt að ætla að Bandaríkjamenn geti ekki sigrað sýrlenska herinn á svipstundu, ef þeir hefðu áhuga á því. Fámennur Sýrlandsher er vopnaður lélegum rússneskum og sovéskum vopnum, og yrðu engin fyrirstaða.

Í tíunda lagi, þá er það rétt að Isis náði til sín vopnum frá íraska hernum, en það er lélegum móral og lélegum hermönnum íraks að kenna, ekki Bandaríkjamönnum.
Þetta eru þó ekki hátæknivopn, og megnið af vopnabúnaði Isis eru rússnesk og sovésk vopn.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrjaldir eru skefjalaust ofbeldi, morð, pyntingar og nauðganir.

Bandaríkin voru að sjálfsögðu að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Og þá gildir einu hvaða ríki þar er um að ræða.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:11

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Organs of the United Nations, including United Nations Secretary General Ban Ki-moon and the United Nations Human Rights Council, condemned the crackdown as violating international law, with the latter body expelling Libya outright in an unprecedented action urged by Libya's own delegation to the UN.

On 17 March 2011 the UN Security Council passed Resolution 1973 with a 10-0 vote and five abstentions.

The resolution sanctioned the establishment of a no-fly zone and the use of
"all means necessary" to protect civilians within Libya."

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loftárásir á borgir eru aldrei réttlætanlegar.

Enginn var, er eða verður "hetja" af því að gera loftárásir á borgir.


Harla einkennilegt að réttlæta fjöldamorð á óvopnuðu fólki með því að þannig hafi einhverjum öðrum verið bjargað.

Bandaríkin voru að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.

Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.

The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:20

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!

Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki
, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.

Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.

"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."

"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.

This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."

Þorsteinn Briem, 7.11.2015 kl. 16:21

10 identicon

Hilmar afgreiðir þennan auma pistil Ómars fljótt og örugglega.

Listinn yfir glæði bandaríkjanna er langur og ömurlegur lestur en það er enginn ástæða til að kenna þeim um allt sem miður fer

Römm er sú taug sem tengir sósíalista við sovíetið og margir þeirra hafa séð sig knúna til að taka upp hanskan fyrir arftaka Stalíns, Pútin, hættulegasta mann í heimi.  Jafnvel þeir sem hatast hvað heitast útí bandaríkin og hafa einhverja vitglóru í hausnum viðurkenna að rússland Pútins er margfalt meiri ógn við heimsfriðinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.11.2015 kl. 00:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá "Bjarna" frekar ern fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 00:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki vantar svívirðingarnar frá öllum þessum nafnleysingjum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hvað svo sem þeir þykjast heita.

Þorsteinn Briem, 8.11.2015 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband