Eins og um hásumar við Geysi og í Þýskalandi.

Það er svolítið skrýtið að upplifa sumt sem á leið manns verður þessa dagana. Í kvikmyndatökuferð fyrir tónlistarmyndband í dag frá Reykjavík til Gullfoss hefur umferð ferðamanna verið eins og um hásumar fyrir örfáum árum, til dæmis við Geysi, rúta við rútu og bíll við bíl.

Það var dýrðarveður sem lék við okkur Friðþjóf Helgason í þessari ferð og jafnvel auð jörð sums staðar á heiðarvegunum, þótt jörð væri flekkótt á Mosfellsheiði, þar sem þessi mynd var tekin.

Í þá viku sem ég var í Bæjaralandi í Þýskalandi og Austurríki núna fyrir skemmstu var allt að 22ja stiga hiti og heiðskírt veður  og ekki amalegt kvikmyndatökuveður.

Þetta síðbúna sumar hefur verið á þessum slóðum í nokkrar vikur, og sömuleiðis má sjá á veðurkortum, að í Norður-Ameríku mestallri er enn svona hlýtt, langt norður í Kanada.  


mbl.is Dregur úr vindi og úrkomu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband