París valin vegna ráðstefnunnar 30. nóvember ?

Enn eru að gerast þeir atburðir í París sem ekki er séð fyrir endann á né hverjir standa að þeim, en líklegt verður að teljast að það séu sömu öfl og stóðu fyrir árás þar fyrir ári.

Þessi árás er margfalt stærri en sú árás og fyrsta útgöngubann í París síðan í Seinni heimsstyrjöldinni er staðreynd.

Sé rétt að 40 þúsund manns sé stefnt til Parísar á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eftir rúmar tvær vikur er ljóst að þessi árás nú er hrein ógn við hana.

Þjóðir heims sýndu mikla samstöðu í fyrra í kjölfar hryðjuverkaárásanna þá, en tvennt liggur nú þegar fyrir: Það verður miklu erfiðara nú en þá að ná tökum á ástandinu, en einnig er það miklu þýðingarmeira en nú að láta glæpamennina ekki takast sitt kúgunarætlunarverk og skapa stjórnlausan ótta og ringulreið.

Hryðjuverkasamtökin, sem eru augljóslega mjög öflug, hafa kannski valið þennan tíma með tillitig til ráðstefnu Sþ og ákveðið að láta til skarar skríða áður en hinar gríðarlegu öryggisráðstafanir hefðu verið gerðar vegna hins stóra viðburðar.

Kannski verður að fresta Parísarráðstefnunni eða flytja hana annað, jafnvel vestur um haf.

Hvort sem gert yrði, yrði því miður sigur fyrir glæpaöfl ótta og skelfingar.

Nú reynir verulega á hugstyrk og samstöðu þjóðanna.  


mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það er enginn sem veit hverjir standa að þessu. Það er algerlega hulið svartri þoku.

Við skulum þó muna, við þetta tækifæri, að standa vörð um óheft flæði íslamista í Evrópu, og standa þétt á bakvið vel heppnuð fjölmenningarsamfélög.

Og náttúrulega þagga niður í helvítis rasistunum. Það skiptir mestu máli.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 00:35

2 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Hilmar !

Segðu: en hvað skyldi geta orðið til, að opna hálflukt augu Ómars síðuhafa og ýmsum hrekklausum skoðanasystkinum hans, fyrir þeim staðreyndum, sem við Heimsbyggðinni allri, blasir ?

I. Óhjákvæmilega: orðið tímabært - framhald Krossferða Miðaldanna, sem alls lags misheppnaðir Hertogar og Erkibyskupar Evrópskrar Rómarkirkju eyðilögðu á 13. öldinni, með alls lags heimskupörum.

II. Kjarnorkuárás á Mekku - ætti að vera sjálfsagður kostur, úr því sem komið er / enda:: er sú forarvilpa ógeðfelldrar Eingyðishyggju og ofstopa megin útungunarstöð þeirra óvætta, sem fyrir terrorisma samtímans stendur.

III. Koma þarf á: bandalagi : Kristinna - Hindúa - Bhúddatrúarmanna, auk ýmissa annarra, til þess að UPPRÆTA ósómann frá Arabíuskaganum, í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL !

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /

e.s.

Vonum samt: að Steini Briem gesti setið á sér, að æla út frá lyklaborði sínu alls lags kópíueringum og pöstunum: oftlega samhengislausu, við það umfjöllunarefni, sem Ómar síðuhafi hefir á hraðbergi hér á vef sínum - hverju sinni: núna - sem endranær. 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 01:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir vita alveg hverjir þetta voru.  þeir eru bókstaflega með líkin af þeim hjá sér.  Þeir geta virt þau fyrir sér.

Nú, ef það væri einhver töggur og vit í þessum frökkum, þá myndur þeir stúdera hverra manna þessir pjakkar væru, og fara í það kerfisbundið að fjarlægja ættartréið þeirra úr genamengi jarðarbúa.

Enda blóðlínuna.

Og auglýsa það, stoltir.  Syngja um það söngva og semja um það óperur.

Sjáum svo hver þorir að endurtaka þetta.

En... Frakkar hugsa ekki eins og ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.11.2015 kl. 03:25

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er mikilvægt að velta fyrir sér hvað þessir hryðjuverkamenn ætla sér með þessu. Einhverjir hafa stigið fram og viljað setja allan hinn múslimska heim undir sama hatt. Er þetta ekki einmitt ætlunin hjá þessum glæpamönnum? þessvegna hlýtur að vera svarið að halda ró sinni og láta þetta snúast út í fordæmingu allra. megin þorri múslima er á móti þessum hryðjuverkum og það á að virkja þá til samstarfs gegn hryðjuverkaógninni. Þannig einangrum við öfgamennina.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.11.2015 kl. 07:12

5 identicon

Þó svo að íslenskir ráðstefnugestir bíði spenntir með ferðatöskurnar sínar þá má alveg gera ráð fyrir því að Frakkar þurfi tíma til að syrgja.  Alger óþarfi að blanda ótta og skelfingu inn í þann pakka.  Hvað þá fokki eins og Halldór Auðar Svansson gerir.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 10:01

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tilgangur hryðjuverkamanna síðustu ára hefur alltaf verið skýr, í Osló 2011, London 2005, Madrid 2004 og New York 2001: Að rjúfa friðinn, valda ógn og skelfingu og kynda undir hatri og átökum.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2015 kl. 10:23

7 identicon

Þessar árásir hafa nefnilega ekkert með þessa ráðstefnu að gera.  Sjálfhverfa ráðstefnugesta vekur undrun svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 10:30

8 identicon

Ég er sammála Elínu um það að þessi umræða er sjálfhverf og
utangátta.

Helst er það fólk sem komið er yfir sextugt sem kannast við
Sameinuðu þjóðirnar og aðrir gera ekkert með þær að réttu.

Hvað sá matarklúbbur gerir eða gerir ekki fullyrði ég að
flestum er nokkuð sama um og hvað þeir slafra í sig eða
sulla ofaní sig enn minna máli og að einhver gári það
rykfallna yfirborð daganna sem þar hefur safnast á skalla
með sprengingum er fullkomlega af og frá.

Það er Evrópa sem þarf að halda vöku sinni gagnvart
þeirri hryðjuverkaógn sem við blasir.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.11.2015 kl. 12:22

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðuleg fyrirsögn, er pistilhöfundur að leggja drög að því að Exxon, Shell og BP hafi staðið að baki hryðjuverkunum í París, til að matar og drykkjuboðum SÞ 30. november verði aflýst?

Kveðja frá Houston þar sem olían flæðir eins stórfljót.

Jóhann Kristinsson, 14.11.2015 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband