Ekki staðið við forsendu Schengen samstarfsins.

Ein af forsendum Shcengen-samstarfsins á sínum tíma var, að með því að einfalda landamæravörslu í Evrópu þannig að í stað margra landmæra með takmarkaðri getu í mannafla til eftirlits, væru ytri landamæri með miklu nákvæmara og skilvirkara eftirliti.

Til þess að þetta hefði getað gengið eftir, hefðu ríkin, sem í samstarfinu voru, orðið að standa sameiginlega kostnað af stórbættu eftirliti á ytri landamærunum, svo að það virkaði almennilega.

Þetta hefur greinilega ekki verið gert. Landamæri Þýskalands og Asuturríkis

Dæmi um vandræðin sem nú steðja að innri landamærum í álfunni mátti sjá á landamærum Þýskalands og Austurríkis um daginn þegar minnst tíu kílómetra löng röð bíla myndaðist af því að vegurinn yfir landamærinn var þrengdur niður í eina akrein.

Set hér inn ljósmynd sem var tekin út um framrúðuna meðan beðið var þarna í um klukkustund eftir því að komast í gegn, og samt var engin leið fyrir lögreglu sem þarna var, að skoða nema örlítinn hluta af bílamergðinni.

47 ríki eru aðilar að Evrópuráðinu og 27 að ESB. Hagkvæmni greiðra flutninga fólks og varnings yfir landamæri eins og eru í Norður-Ameríku og í Evrópu er ein höfuðforsendan fyrir því að æðakerfi efnahagslífsins sé skilvirkt.

Í Bandaríkjunum er höfuðáherslan lögð á ytri vörslu ytri landamæri ríkjanna en ekki reynt að hafa slíkt við á innri landamærunum.

Samt streyma ólöglegir innflytjendur inn í landið en væru miklu fleiri ef lélegri vörslu væri dreift út um öll landamæri ríkjanna innan BNA. Greið umferð milli ríkjanna er ein af forsendum efnahagslífi landsins.

Í Evrópu var ætlunin að ná fram svipaðri hagkvæmni, og voru Norðurlöndin innbyrðis í fararbroddi í þeim málum.

En ljóst er að landamæravarslan er hvergi nærri nógu öflug.   


mbl.is Alvarlegar glufur í eftirlitinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The CFSP [Common Foreign and Security Policy of the European Union] sees the NATO responsible for the territorial defence of Europe."

Common Foreign and Security Policy of the European Union

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frontex helps border authorities from different EU countries work together."

"The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities.

In pursuit of this goal, Frontex has several operational areas which are defined in the founding Frontex Regulation and a subsequent amendment."

Frontex - Mission and Tasks

"Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess.

Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi."

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.

Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):

    • "Withdrawal from the Union: the Treaty of Lisbon explicitly recognises for the first time the possibility for a Member State to withdraw from the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European army?

    No.
    Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

    However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

    A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

    "Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?

    No.
    The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.

    The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."

    "Do national parliaments have a greater say in European affairs?

    Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."

    "Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?

    No.
    The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."

    "The Treaty entered into force on 1 December 2009."

    Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon

    Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:32

    9 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 18.11.2015 kl. 17:34

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband