Svipað og áfengisvandamál Frakka.

Fyrir 62 árum virtust Frakkar fyrir löngu hafa sætt sig við þann sess meðal þjóða að þar væri margfalt meiri neysla áfengis á hvern íbúa en í nokkru öðru landi.

Reynt var að breiða yfir það böl sem þetta olli á margvíslegan hátt með tali um vínmenningu sem væri nánast göfug og hluti af þjóðarstolti Frakka.

En árið 1954 varð Pierre Mendes-France forsætisráðherra, gerði mjólkurglas að tákni sínu, kvaðst skera upp herör gegn áfengisbölinu, stöðva glatað nýlendustríð í Vietam innan 100 daga og létta þeirri byrði, sem stríðið var, af Frökkum.

Á árunum 1945 til 1958 ríkti óreiða í frönskum stjórnmálum og ríkisstjórnir komu og fóru með fárra mánaða millibili. Frakkar töpuðu mikilvægri orrustu við Dien Bien Phu, landinu var skipt í Norður-Víetnam og Suður-Víetnam og viðnám Vesturveldanna gegn kommúnistum færðist næstu ár af Frökkum yfir á Bandaríkjamenn.

En Mendes-France náði engum árangri í áfengismálunum. Í þeim fór ekki að rofa til fyrr en mörgum áratugum síðar.

Staða Obamma gagnvart byssumálum Bandaríkjamanna minnir um margt á stöðu Mendes-France 1954.

Hann er í tímaþröng og byssueigendur hafa heljartak á þinginu.

Tölurnar um byssueignina og byssumorðin eru jafn sláandi og tölurnar um áfengisneysluna og afleiðingar hennar voru í Frakklandi.

Vafasamt er því um árangur í baráttunni gegn rótgróinni byssudýrkun Bandaríkjamanna.


mbl.is Tekst á við byssuofbeldi án þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa læknar skorið upp herör gegn læknadópinu?  Hefur Obama skorið upp herör gegn vopnaframleiðendum?  Er hann ekki bara að fara í stríð við almenning?  Við höfum prest hér á Íslandi sem segir almenning mestu ógn við öryggi í Evrópu.  Við þurfum fagmenn í dópið og stríðið.  Allt þarf þetta að vera löglegt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 11:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldrei drekkur Ómar vín,
ekki reykir nikótín,
ætíð sól á skallann skín,
skortir aldrei vítamín.

Þorsteinn Briem, 2.1.2016 kl. 12:35

3 identicon

Flottur Steini!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 13:56

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er mikil aukning á skotvopnaeign í USA yfir árin, en glæpum hefur fækkað töluvert á sama tímabili. Það hefur þar af leiðandi sannast að hlutfall skotvopnaeignar hafi ekki slæm áhrif á glæpatíðni, nema að síður sé

það má líka benda á að það sem Obama er að setja fram með tilskipunum, sem auðvitað er brot á stjórnarskrá, er gert í sumum rikjum nú þegar, en glæpatíðni í þeim ríkjum er hver mest, svo ekki er mikið gagn af því sem Obama er að fara að gera.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.1.2016 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband