Unun að horfa á leikinn. Hvílík markvarsla!

Það var hrein unun að horfa á viðureign Dana og Spánverja í gærkvöldi, stórleik markvarðanna Sterbik og Landin og hið hraða og leikandi spils Dana í síðari hálfleiknum.

Leikstjórn, óeigingirni og hvatning Mikkel Hansen, sem reynt var allan leikinn að taka úr umferð, var einstök, og á tímabili í síðari hálfleik röðuðu Danir inn glæsimörkum án þess að Spánverjar skoruðu eitt einasta mark.  

Ljóst er að íslenska liðið hefði aldrei átt möguleika á að komast neitt á móti svona liðum á EM, og þar veldur markvarslan miklu.

Á meðan við máttum horfa upp á allt niður í 17% varin skot í einum leik okkar, voru báðir markverðirnir í gærkvöldi með næstum 50%!

Það er ein skýringin á því að í stað markatalna eins og 27:23 máttum við þola að fá á okkur 37 og 39 mörk í tveimur síðustu leikjum okkar.

Ekkert lið, sem fær ítrekað á sig svo mörg mörk, getur unnið leiki og komist langt á stórmótum.


mbl.is „Seinni hálfleikurinn einn sá besti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sammála.  Hrein unun.  Það er hægt að horfa á þennan leik nokkrum sinnum.

Kom pínulítið á óvart að danir skyldu eiga inni aukaorku til að bæta í í seinni hálfleik.   Það var einhver breyting þarna á kerfum og varnarútfærslan alveg með ólíkindum frábær.  Einhvernvegin 3-3 kerfi sem kom út eins og vörnin væri alltaf tvöföld.  

Annars er eg að bíða eftir að einhver minnist á, að það var engu líkara en Mikkel Hansen tæki bara yfir leikhléin.  Hann talaði fyrst, - síðan Guðmundur.  Kom stundum soldið sérkennilega út, - en þetta þarf kannski ekki að vera neitt vitlaust.  Hansen virtist vita nákvæmlega hvað ætti að gera og hvernig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.1.2016 kl. 10:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að sjálfsögðu var Guðmundur alveg með þetta, var greinilega á sama máli og Mikkelsen og afar sterkt að nýta svona sterkan og áhrifamikinn leikstjórnanda til að virkja samherja sína.

Ómar Ragnarsson, 25.1.2016 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband