Ekki sem bestar fyrir bakflæðissjúka.

Plankaæfingarnar svonefndu hafa marga kosti en það er merkilegt, að þrátt fyrir svonefnt bakflæði hafi verið uppgötvað og kynnt rækilega fyrir um tuttugu árum, gleymast sífellt þau áhrif sem ýmsar stellingar og hreyfingar hafa á bakflæðið.

Nýjasta dæmið fyrir mig eru æfingar í sjúkraþjálfun vegna axlarbrots sem sumar eru framkvæmdar í láréttri stöðu.

Í þeim tilfellum fasta ég alveg í hálfan sólarhring fyrir þjálfunina en veit að vel væri hægt að komast hjá því ef hægt væri að setja halla á bekkinn sem legið er á.

Læknavísindin hafa sem sé leitt allan sannleikann í ljós varðandi bakflæðið, en það hefur lítið skilað sér sums staðar inn á sjúkrahúsin eða líkamsræktarstöðvarnar.

Fyrst eftir axlarbrotið reyndi ég að velja akstursleiðir þar sem væru sem fæstar eða helst engar hraðahindranir.

Þær hafa frekar leiðinleg áhrif á bakflæðissjúklinga og nýbrotið fólk, sem ekki er í gipsi.  


mbl.is 7 hlutir sem gerast ef þú „plankar“ daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn þurfa ekki að vera axlarbrotnir eða bakflæðissjúklingar til að kveljast vegna óþarfa hraðahindrana.  Þær eru kvalræði fyrir alla, enda algjörlega gagnslaus leið til að halda hraða í skefjum.  Radarskilti, upplýsingar og eftirlit er það sem dugar best.

Ég mældi afleiðingar hraðahindrana á 2 km. kafla á Strandvegi í Grafarvogi, sem er 50 gata með engum slysum á óvörðum vegfarendum.  Þar er samt búið að drita niður 4 hraðahindrunum.

Niðurstaðan er sú, að eyðsla og mengun jókst um 48% vegna hraðahindrana á Strandvegi, samanborið við samskonar kafla án hraðahindrana.

Kvalræðið er því ekki bara líkamlegt, heldur fjárhagsleg og mengunarvaldandi í þokkabót....

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 19:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu kosta "upplýsingar og eftirlit", og þá væntanlega lögreglu, ekki neitt og allir fara auðvitað eftir upplýsingunum.

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 20:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:

"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."

"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.

Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð
þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.

Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."

"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."

"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."

"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."

"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007

Þorsteinn Briem, 7.2.2016 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband