Hver getur komið í staðinn fyrir Sean Connery?

Mér finnst James Bond ekki almennilega hafa borið sitt barr síðan Sean Connery lagði grunninn að margslunginni týpunni svo að um munaði.  

Roger Moore hafði skilaði að vísu húmornum vel en var of mikill sætabrauðsdrengur.

Í meðförum Craig kom líkamlegt atgerfi ágætlega til skila og svolítið dýpri túlkun á brestum og erfiðleikum í karakter Bonds, en of mikið á kostnað húmorsins.

Nú bíður maður eftir því að fá einhvern sem fær mann til að gleyma söknuðinum eftir fráhvarf Connerys, helst það ungan að hann geti leikið í jafnvel fleiri Bond-myndum en Connery.


mbl.is Tom Hiddleston næsti James Bond?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

James Bond is never a nerd,
of better I never have heard,
he is cool,
with his tool,
he wants shaken, not stirred.

Þorsteinn Briem, 7.3.2016 kl. 16:07

2 identicon

Kæri Ómar.Ég er algjörlega sammála því að enginn kemur í staðinn fyrir Connery. Ég er nefninlega á svipuðum aldri og þú. Dr. No var framhaldssaga í Vikunni sálugu. Það var beðið eftir blaðinu með óþreyju. Við félagarnir stóðum í biðröð fyrir utan Tónabíó til að ná í miða á Dr. No. Við mátuðuðum okkur við Sean Connery. En tímarnir breytast og mennirnir með. Ungt fólk í dag ber sig saman við nútímamenn. Við verðum bara að sætta okkur við það og geyma minningarnar í huga okkar.

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 17:01

3 identicon

Úps. Innsláttarvilla: Mátuðum okkur. Biðst velvirðingar. Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 17:06

4 identicon

Ómar hefur miklar og þungar áhyggjur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband