"Bleikir akrar / baggar og slegin tún..."?

"Bleikir akrar og slegin tún" eru fleyg orð sem höfð eru eftir Gunnari á Hlíðarenda um fegurð Fljótshlíðar.

Þessi orð lýsa vel fegurðarskyninu, sem nytjahyggja bænda fóstraði á Íslandi.

En ólíklegt er að hinn bleiki litur akranna Gunnars hafi verið hinn sami og á að prýða rúlluplastbaggana sem Sláturfélag Suðurlands ætlar að bjóða til sölu í ár og hvort nútíma vegfarendum muni þykja þeir svo fallegir að þeir falli inn í íðilfagra heildarmynd Íslands.

Baggar hafa hingað til verið annað hvort hvítir eða grænir, en hvort tveggja eru þekktir litir í íslenskuu landslagi, - hinn hvíti litur jökla og skafla og hinn græni litur gróins lands.

Ef halda á uppi ummælum Gunnars ætti frekar að bjóða upp á svipaðan lit og var og er á ökrum, þegar þeir taka slíkan lit á sig.   


mbl.is Bleikir baggar prýða haga í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verulega verður steikt,
vitlaus bleikur litur,
SS hefur eitur reykt,
ansi Gunnar bitur.

Þorsteinn Briem, 18.3.2016 kl. 14:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bleiki liturinn á rúlluplastinu vísar ekki til ummæla Gunnars á Hlíðarenda.

Hægt mun verða að kaup rúlluplast með þessum lit í vor. Verð þeirra mun verða nokkuð hærra en plasts í "hefðbundnum" lit og mun sá aukakostnaður renna að fullu til Krabbameinsfélagsins.

Enginn bóndi mun verða neyddur til kaupa á plasti í þessum lit, en kjósi hann að styrkja Krabbameinsfélagið er þetta ágætis leið til þess.

Það er því vísun í Krabbameinsfélagið og það góða starf sem þar er unnið sem bleiki liturinn vísar og er sú vísun sótt í önnur slík verkefni sem styrkja Krabbameinsfélagið.

Gunnar Heiðarsson, 18.3.2016 kl. 15:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þó bleiku plastrúll­urn­ar séu þannig ei­lítið dýr­ari, eða 12.900 krón­ur miðað við 10.950 krón­ur í til­felli grænu og hvítu eða 10.800 í til­felli svörtu, þá er metra­verð bleiku rúll­anna tals­vert ódýr­ara en hinna, sam­kvæmt út­reikn­ing­um mbl.is."

Þorsteinn Briem, 18.3.2016 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband