"Jailhouse-Gálgahraunsrokk" í húsið?

Jakob Frímann Magnússon viðrar þá hugmynd að Hegningarhúsið verði að hluta til tónlistarmiðstöð og að þar verði fluttur jazz, sem hann kallar Jailhous-jazz.

Þetta líst mér vel á og sjálfsagt er að leggja eitthvað þar til málanna.

Húsið myndi til dæmis henta betur til flutnings á laginu  og textanum "Jailhouse-Gálgahraunsrokk" en Neskirkja á sínum tíma, þegar það lag var frumflutt.

Ef einhver er forvitinn um þetta lag er hægt að fara inn í leitarrammann til vinstri hér á síðunni, gegnt titli þessa pistils, og slá inn leitarorðið "Gálgarokk", en það var upphaflega heiti lagsins.

Þá kemur upp bloggfærsla frá 14. nóvember 2013 með upplýsingum og endanlega textanum, sem var að vísu þróaðist og breyttist svolítið frá flutningnum í Neskirkju.

 


mbl.is Jailhouse Jazz í Hegningarhúsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Er ekki sammála Jakob og ákvörðun á ekki að vera tekin eftir sérstökum jazz áhuga hans.
Að mínu mati á að vera þarna safn um Reykjavíkurborg með Stockholms Stadmuseum sem fyrirmynd
https://en.wikipedia.org/wiki/Stockholm_City_Museum

Ari Egilsson (IP-tala skráð) 20.3.2016 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband