"Ófærð".

Þessa dagana upplifir maður nýja merkingu íslenska orðsins "ófærð", en erlendir áhorfendur á íslensku sjónvarpsþáttaröðina með þessu nafni hafa sett sig inn í það ástand á Íslandi, þar sem staðir verða einangraðir vegna hinnar íslensku ófærðar.

En hér í Brussel varð "ófært" til Íslands í gær ef ætlunin var að nota farmiðann sem maður hafði í höndunum og í dag er flugvöllurinn lokaður áfram og nú er að bíða og sjá hvort hann verður opnaður á morgun svo að hægt verði að nota endurnýjaða farseðla.

Það er dálítið óþægileg tilfinning að vita af einum af hinum þremur hryðjuverkamönnum leika lausum hala, og vita þar að auki ekki, hve margir fleiri eru á ferli.

Búið var að handsama eða fella nokkra í síðustu viku, þannig að hryðjuverkamönnum hefur þó fækkað í heildina í borginni, en eftir stendur að ótrúlegur fjöldi fólks hefur gengið ISIS á hönd svo að tilvist heilaþveginna ódæðismanna er staðreynd, svo óþægileg staðreynd að meira að segja er það er meira að segja orðað að EM í knattspyrnu verði leikin fyrir mannlausum völlum.

Fari það á þann veg, hefur ódæðismönnum ISIS tekist að valda meiri usla en dæmi eru um miðað við fjölda tilræðismannanna.

Fjöldi fólks hefur komið saman í borginni til að minnast fórnarlamba árásanna í gær, og þessar athafnir og aðrar afleiðingar atburða gærdagsins setja mark sitt á líf borgarbúa.

Við það ástand verður að búa og melta hið sérkennilega andrúmsloft, sem ríkir í borginni.


mbl.is Ekkert flogið til Brussel í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svona líta Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru komin á bolla.

Þorsteinn Briem, 23.3.2016 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband