Skrýtin eyðsla á Volkswagen á páskadag.

Volkswagen-hneykslið svonefnda var þess eðlis, að síðan upplýst var um það, koma upp efasemdir sem áður komu ekki upp varðandi þessa annars góðu bíla, þegar eitthvað passar ekki í tölfræðinni í notkun þeirra.

Vegna lokunar Brussel-flugvallar reyndist það vera fyrsta tækifærið og eina leiðin til að komast til Íslands á farmiðanum, sem búið var að kaupa heim hjá Icelandair, að nýta sér það að tvö sæti losnuðu í flugi frá Amsterdam fimm dögum eftir að flugið frá Brussel féll niður.

Við ókum á Volkswagen Polo bílaleigubíl frá Brussel til Amsterdam, fengum bílinn fullan af bensíni í Brussel og skiluðum honum fullum á Shiphol.

Uppgefin eyðsla á Polo er rúmir 5 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri og eyðslan á að vera um einum lítra minni á þjóðvegi.

En þrátt fyrir að aksturshraðinn á rennisléttri leiðinni væri um 110 km/klst að jafnaði og eyðslan hefði átt að vera eitthvað meiri, reyndist hún næstum þrefalt meiri, eða um 12 lítrar á hundraðið!

Þess má geta til samanburðar að í löngum akstri um Klettafjöllin fyrir 15 árum á miklu þyngri og stærri Buick bíl með þrefalt stærri vél að rúmtaki, og enda þótt þá þyrfti að gefa rösklega í upp brekkur á háum fjallvegum var meðaleyðslan þar aðeins 8,5 á hundraðið.

Á tímabili í vetur ók ég sjálfskiptum Opel Corsa árgerð 2002 um hríð, sem ég fékk að láni vegna afleiðinga axlarbrots (hann var ætlaður fötluðum og með sérstakri snúningskúlu á stýrinu fyrir vinstri hendina) og ég náði eyðslunni niður í um 8 lítra á hundraðið í vetrarfærðinni.

Ef ekkert Volkswagen-hneyksli hefði orðið í fyrra er óvíst að það fyrsta sem hvarflaði að mér við þessa uppákomu á Pólónum hefði verið: Það gat nú verið að Volkswagen gæfi upp kolrangar eyðslutölur!

Alla leiðina sýndi eyðslumælirinn að bíllinn eyddi aðeins um 6 lítrum á hundraðið.

En munurinn á uppgefinni eyðslu og raunverulegri í þessum akstri var mun meiri en svo að hægt væri að útskýra hann með því að minna hefði verið í tanknum þegar ég fékk bílinn en eftir að ég fyllti hann.

Í bæði skiptin sýndi bensínmælirinn fullan tank.

Nú er það staðreynd að nánast aldrei er að marka eyðslutölur bílaframleiðenda, sem mældar eru við eins góðar aðstæður og hugsast getur og oft möndlað með framkvæmdina ef marka má uppljóstanir bílablaðamanna.

En vegna Volkswagenhneykslisins hefur almennt traust á upplýsingum þess framleiðanda minnkað.

Það er synd, því að uppgangur Volkswagen lengst af byggðist á einstakri vöruvöndun, gæðum, endingu og lítilli bilanatíðni.    

 


mbl.is Kæra Volkswagen vegna blekkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% er mikið og svo mengaðirðu 10-40 sinnum meira en uppgefið?

GB (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 06:01

2 identicon

Jah... einkennilegur mismunur og fær mig til að gruna að það sé maðkur í mysunni hjá VW, enda ólíklegt að þessar ásakanir á hendur framleiðandanum séu úr lausu lofti gripnar. VW eru jú góðir bílar en of dýrir miðað við stærð og búnað.

Mér leiðast (leiddust) samþjappaðir (compact) bílar en keypti nýjan Renault Twingo 2013 með 1.5 ltr dieslkvörn. þessi bíll eyðir 4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Lægsta eyðsla sem ég hefi mælt var 3.7 ltr á þessari púddu. Mér finnst bíllinn MJÖG þægileur að aka um í en viðurkenni að hann er full vakur/léttur á hraðbrautum. Ég er yfir mig hrifinn af kaupunum og langar ekkert í Benz lengur cool

Kveðja sunnan úr álfum

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 07:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svindlið í VW-hneykslinu varðar reyndar ákveðnar dísilvélar svo að ekki er vitað um aðrar vélar.

Ómar Ragnarsson, 30.3.2016 kl. 12:44

4 identicon

Smábílar á borð við VW Polo eru góður kostur í þéttbýli. Bílarnir eru léttir, litlar vélarnar eru fljótar að hitna og með réttu aksturslagi er vinnslan hagkvæm. Litlar vélar  eyða litlu í lausagangi og þegar ekið er undir litlu álagi eins og oft gerist innanbæjar. 

Smábílar eru hinsvegar ekki hagkvæmir til hraðaksturs á þjóðvegum. Vélarnar eru litlar og bílarnir lágt gíraðir og loftmótsstaðan oft nokkuð há á kubbslegum bílum. Vélarnar þurfa að snúast hratt og þar með er hagkvæmnin að engu orðin.

Til hraðaksturs á þjóðvegum er hagkvæmara að hafa stærri vélar og mikið hærri gírun. Ekki er óalgengt að nýir 4 strokka Evrópskir bílar af stærri gerðinni séu það hátt gíraðir að vélin snúist einungis 1500 snúninga á 100Km hraða. Slíka bíla er hagkvæmara að standa í botni í háum gír á hóflegum snúning í stað þess að gíra niður og hækka snúningshraða vélarinnar.

Það er því fullkomlega eðlilegt að straumlínulagaðir og hátt gíraður 6 strokka Amerískir fólksbíll sé hagkvæmari til hraðakstur á þjóðvegum en þýskur smábíll með saumavél undir húddinu. 

12 lítra eyðsla á Pólóinum bendir hinsvegar til þess að bíllinn sé bilaður.

Landvernd notast við ökuherma til að kenna hagkvæmasta ökulag á nútíma bílum. 

Nútíma ökulag gengur út á að nota lágan vélarsnúning og oft á tíðum er betra að standa eldsneytisgjöfina í botni í stað þess að gíra niður. 

Nánar hér http://tinyurl.com/Vistakstur-Landverndar

https://www.facebook.com/vistakstur/?ref=bookmarks

Vistakstur (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 13:14

5 identicon

Maður nokkur sem er kunnugur hjá Volkswagenwerke sagði mér að eftir að þýskir verkamenn urðu sjaldgæfir við færiböndin hjá þeim, sem og eftir að farið var að smíða hin ýmsu afbrigði VW í öðrum löndum, hefðu gæði bílanna hrunið, nánast allra afbrigða. Einhverjir leggja þetta sjálfsagt út sem fordóma, en það er hinsvegar staðreynd að þýskur vinnu"kúltúr" er ekki sambærilegur við tyrkneskan, svo mikið er víst.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 13:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er sem sagt tyrkneskur vinnukúltur í Þýskalandi, unnið undir stjórn fólks af tyrkneskum uppruna.

Í Þýskalandi búa um 81,5 milljónir manna og þar af er fólk af tyrkneskum uppruna tæplega þrjár milljónir, um 3,7% Þjóðverja.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 14:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir Íslendingar kunna ekki að vinna.

Þeir byrja sinn "vinnudag" á því að fara í kaffi.

Skömmu síðar fara þeir svo í hádegismat.

Svo fara þeir í síðdegiskaffi.

Síðan kvöldmat.

Koma svo heim
"úr vinnunni" síðla kvölds, dauðuppgefnir "eftir alla vinnuna" búnir að graðga í sig kaffi og kleinur allan daginn.

Eitt sinn fór Íslendingur að vinna i byggingavinnu í Ósló og klukkan fjögur síðdegis hættu Norðmennirnir að vinna.

"Er komið kaffi?"
spyr Íslendingurinn þá.

"Nei, vinnudeginum er lokið," var svarið.

Og frá klukkan átta að morgni alla vinnudaga varð Íslendingurinn að vinna.

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 14:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í skýrslu forsætisráðherra frá síðastliðnu vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.

Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.

Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."

(Á Alþingi 1996-1997.)

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 14:55

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

12 á hundraðið?

Man einu sinni er ég og frændi minn ókum lengst norður í land, ég á '88 Jeep Cherokee, 4L, og hann 199X Suzuki Swift, 1600.

Swiftinn eyddi ~12, Cherokeeinn svona 11.  Hvorugur var í neinum sparakstri.

Annars tók ég svona Polo á leigu í Þýzkalandi einu sinni - það var dísel.  Sá var einmitt að eyða ~5 á hundraðið.  Á þetta 120-140 kmh.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2016 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband