Líkamsform Gylfa Þórs verður mikilvægt á EM.

Líkamsform bestu íþróttamanna gengur oft í bylgjum og nútíma þjálfunaraðferðir taka mið af því.

Afar mikilvægt er að viðkomandi íþróttamaður "toppi á réttum tíma" eins og stundum er sagt, þ. e. að líkamsform hans sé í hámarki þegar mest þarf á því að halda.

Það verður mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið á EM að lykilmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson séu þá í hámarks formi.

Gylfi Þór virðist þegar vera með þetta í huga. Hann dró sig í hlé vegna meiðsla fyrir um viku að því er tilkynnt var, en það fylgdi einnig sögu að meiðslin væru ekki alvarlega og að þau ættu að vera að baki þegar stóru stundirnar fara að renna upp eftir mánuð.

Varkárni af þessu tagi kann að vera liður í því að sem minnst truflun verði á þjálfunarrytma Gylfa, sem byggist á því að einblína ekki á núverandi form hans, heldur hvernig það getur orðið sem best á EM, þar sem hann þarf "að toppa á réttum tíma."


mbl.is Gylfi Þór rakaði inn verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessir strákar og þjálfarateymi eru þjóðhetjur!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2016 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband