Hin hliðin: Bretland deilir og drottnar.

"Rule, Britannia!" er vinsæll baráttusöngur Breta og notaður bæði af breska sjóhernum og landhernum.

Það eru tvær hliðar á því fyrirbæri, sem Boris Johnson lýsir varðandi meginlínur átaka í Evrópu í gegnum aldirnar.

Sú hliðin, sem snýr að Bretum, hefur birst í því, að þeir hafa ævinlega snúist hernaðarlega gegn hverju því ríki á meginlandinu, sem hefur sýnst líklegt til að verða stórt og öflugt og ógna sterkri stöðu Breta.

Sjálfir settu Bretar síðan á stofn víðfeðmasta heimsveldi allra tíma, sem var efst í huga Winstons Churchills á stjórnmálaferli hans, samanber ein fleygustu ummæli hans 1940 um "the finest hour", stærstu stund Breta og breska samveldisins.  

Meginatriði utanríkisstefnu Breta hefur verið að viðhalda jafnvægi og valddreifingu í álfunni og halda ríkjum álfunnar sem flestum og smæstum.  

Þess vegna hafa þeir átt í styrjöldum við nær öll ríki álfunnar og réðust meira að segja á Kaupmannahöfn á Napóleonstímanum.

Þeir hafa líka, á einhverjum tilteknum tíma, verið í hernaðarbandalagi með nær öllum ríkjum álfunnar.

Þegar þeir gengu til liðs við Stalín 1941 var Winston Churchill minntur á fyrri hrakleg ummæli hans um harðstjórann og fjöldamorðingjann Stalín og rússnesku kommúnistana.

Churchill svaraði því til að ógnin af Hitler væri slíks eðlis, að jafnvel þótt hann þyrfti að ganga í bandalag við djöfulinn í neðra gegn Hitler, myndi hann áreiðanlega geta fundið einhver falleg orð til að segja um Kölska í neðri málstofunni.

Að þessu sögðu er hins vegar sjálfsagt að geta þess, að framlag Churchills og Breta gegn einræði og kúgun var ómetanlegt þegar litlu munaði að mesta villimennska í sögu Evrópu legði álfuna undir sig á árunum 1940-42.


mbl.is Líkir ESB við vegferð Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

https://www.almasdarnews.com/article/panama-papers-data-leak-king-saudi-arabia-sponsored-netanyahus-campaign/

http://www.timesofisrael.com/iran-preparing-another-holocaust-netanyahu-charges/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 09:20

2 identicon

Copy paste  ..............There Are Only 22 Countries in the World That the British Haven’t Invaded.....

Hörður (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 10:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er auðvitað alveg ótrúlegt að menn skuli nefna þessa samlíkingu í samhengi við ESB.  Napóleaon og Hitler.

Þessi samlíking er samt ekki óþekkt og td. hefur ótrúlegasta fólk dregið Hitler fram í samhengi skuldavandamála sumra ríkja.  Og ákveðinn aðili, mektarmaður, dró þessa samlíkingu fram hér uppi í eina tíð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.5.2016 kl. 12:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 13:22

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og Steini Breim 12 stig fyrir að eyðileggja umræðuna- enn einu sinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.5.2016 kl. 14:22

13 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Steini fær 12 stig fyrir að benda á staðreyndir :)Flestir aðrir keppendur hér eru löngu fallnir úr keppni vegna drullu og skítkasts út í hann og Ómar Ragnarsson.cool

Ragna Birgisdóttir, 15.5.2016 kl. 14:35

14 identicon

Hann datt reyndar í róbótagírinn núna.  Óþarfi að hrósa honum fyrir það.  Er það rétt heldurðu Vilhjálmur að Sádi Arabía standi að baki Netanyahu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 15:15

15 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Elín ..ef Elín er....alltaf skemmtileg laughing

Ragna Birgisdóttir, 15.5.2016 kl. 16:20

16 identicon

Hvers vegna í ósköpum skrifar þessi maður, Steini, ekki eina langa færslu í stað þess að skrifa ca. 10 með mínútu millibili?  Þetta er svolítið undarlegt svo að vægt sé til orða tekið.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband