Wow!, hvílíkt ævintýri!

Uppgangur flugvélagsins WOW air er ævintýri líkastur og af svipuðum meiði og svo margt annað sem stórfjölgun ferðamana hefur haft í för með sér og hefur líka komið fram í uppgangi annarra flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja.

En WOW ævintýrið varð einfaldlega til upp úr engu og það gefur því sérstakan blæ.  

Á bak við Airbus breiðþoturnar og raunar aðrar vélar fyrirtækisins, allt niður í ATR-42, er sá bakgrunnur frá þeim tíma sem skrokkar þeirra voru hannaðir, að þeir byðu upp á meiri sætisbreidd en aðrar þotur þess tíma, sem voru hannaðar fyrir meira en 60 árum þegar farþegar voru minni en nú er. 

Þetta skilar sér einkum á löngum flugleiðum í betri líðan farþega.  

 


mbl.is Fjólubláa málningin þyngir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband