Algeng lýsing vandræða: "Ekki samstaða meðal landeigenda."

Ýmis af helstu náttúruundrum Íslands hefðu betur verið friðlýst fyrir alllöngu. Eftir að fólk flutti burtu eða landeigendur féllu frá, urðu landeigendurnir svonefndu miklu fleiri en áður þegar niðjar hinna látnu tóku við eignaréttinum.

Nú má sjá afleiðingarnar víða um land og má nefna Reykjahlíð í Mývatnssveit, Jökulsárlón og nú síðast Látrabjarg sem dæmi.

Því fleiri sem landeigendurnir eru, því meiri hætta er á að þeir séu ekki sammála um það hvernig vernda eigi náttúruvættin eða nýta þau.

Þeir búa flestir hverjir ekki á staðnum, hafa þess vegna afar misjafnra hagsmuna að gæta og líta misjöfnum augum á silfrið.

Í drögum stjórnarskrárnefndar um stjórnarskrárgreinar um náttúru og auðlindir er búið að bæta inn ákvæði um sérstakan rétt landeigenda á Íslandi, svona rétt eins og að orðin "eignarétturinn er friðhelgur" nægi ekki.

Ekki er vitað til að svo komnu máli að slíkt sérákvæði um landeigendur sé að finna í stjórnarskrám annarra landa og má þetta furðu gegna.

Og þó ekki. Á ýmsum breytingum á nefndum greinum má glögglega sjá hvernig sterk valda- og hagsunaöfl hafa breytt þeim það mikið að umbótahugsun þeirra í þágu náttúru og almannahagsmuna er í raun rústað.


mbl.is Ósamstaða um friðlýsingu Látrabjargs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband