Tignarlegt "átakasvæði".

Fyrir þremur dögum var tignarlegt að líta yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis hana þegar flogið var yfir hana á leið til Sauðárflugvallar. DSC00733

Þegar komið er í átt að henni úr suðvestri, er skriðjökullinn Köldkvíslarjökull nær okkur á þessari mynd.

lítið þarf út af að bregða um staðsetningu goss undir Bárðarbungu til þess hamfaraflóð fari niður undir Köldukvíslarjökul um Köldukvísl,Bárðarbunga 1.6.16 Hágöngulón og þaðan yfir stíflurnar við það og áfram niður í virkjanakerfið í Tungnaá og Þjórsá.

Auk þess gæti hluti hlaupsins færi til vesturs niður í Þjórsá og hafa sumir áhyggjur af Þjórsárverum í því sambandi.

Þegar flogið er nær Bárðarbungu sést hún sjálf auðvitað betur og útsýni birtist til austurs, þar sem Dyngjujökull, Kverkfjöll og fjærst Snæfell mynda bakgrunn fyrir það svæði, þar sem upphaf hamfarahlaups til norðurs um Jökulsá á Fjöllum, allt til sjávar gæti orðið.

Ef hlaup kæmi niður Rjúpnabrekkujökul, sem er næst okkur á þessari mynd, fer hamfarahlaup niður Skjálfandafljót til sjávar.IMG_7802

Á neðstu myndinni, sem ég ætla að setja hér inn, er skimað til norðurs yfir eina af þeirri leiðum, sem hamfarahlaup úr Bárðarbungu getur farið ef það kemur undan Dyngjujökli og æðir alla leið norður í Öxarfjörð.

Myndin er tekin á flugi yfir Kverkfjöllum, en það glyttir í sporð Dyngjujökuls vinstra megin á myndinni.

Það gefur hugmynd um stærð þess svæðis sem hamfarahlaup vegna goss í Bárðarbungu geta farið, að ef flogið er beint frá Þjórsárósum um Bárðarbungu og hlaupleiðina til norðurs um Jökulsá á Fjöllum, er flugleiðin jafnlöng og ef flogið er frá Reykjavík til Egilsstaða.

 


mbl.is Enn skelfur við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband