Hvað, ef maður gerði sjálfur sitt eigið læknisvottorð?

Mætti ekki spara mikla peninga ef maður gerði bara sitt eigið læknisvottorð og framvísaði því við endurnýjun öku- og flugmannsskírteina?

Prófaði til dæmis sjálfur sjónina og heyrnina, tæki púlsinn og skilaði inn hjá lögreglustjóra og Samgöngustofu?

Álverin á Íslandi velta hundruðum milljarða króna og eitt þeirra kemst undan að borga tekjuskatt af arðinum, sem fluttur er úr landi.

Miðað við þetta umfang mætti ætla að það ætti að vera til einhver peningur til að standa straum af umhverfisvöktun þessara stórfyrirtækja.

En því er nú ekki að heilsa. Fyrirtækin sjá sjálf um vöktunina og mælingarnar, sem þarf að gera.


mbl.is Útilokar ekki offitu sem orsök veikindanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnendur fyrirtækjanna ráða fólk til að annast vöktun og mælingar. Þú ræður fólk til að athuga heilsu þína og sjón. Munurinn er eftir allt saman ekki svo mikill. Og hættan sú sama, að þú þekkir einhvern sem tilbúinn er til að fylla út vottorðið eftir þínum óskum frekar en ástandi þínu. Þarf að setja þig í vöktun?

Það sparast miklir peningar á því að þú passar sjálfur að þú sért ekki ölvaður þegar þú sest undir stýri. Það sparast miklir peningar á því að þú passar sjálfur að setja ekki smurolíu í klósettið eða rafhlöður í ruslið. Þarf að ráða fjölda manns til að fylgjast með því að þú farir að reglum? Á að setja alla þegna þessa lands í vöktun?

Almenna reglan er sú að fylgjast sjálfur með og passa að farið sé að lögum og reglum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 15:59

2 identicon

Þetta var reynt á tilteknu tímabili á Íslandi. Það tímabil er kallað Sturlungaöld. Þetta var líka reynt í Ameríku á ákveðnu svæði. Það svæði var kallað villta vestrið.

Sjálfsskoðun hefur annars aldrei virkað, og reyndar er deilt um hvort hún hafi virkað í þessum dæmum sem hér voru tíunduð.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 18:10

3 identicon

Corporate personhood.

Og ákvæði um að yfirþjóðlegar stofnanir taki yfir ...

Ákvæði um að ekki megi mismuna eftir þjóðerni hlýtur að þýða eftir Kt ...

Corporate personhood in the United States ...

Bautasteinn þeirra sem somdu nýja stjórnarskrá ...

L. (IP-tala skráð) 9.6.2016 kl. 22:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað eru nafnleysingjarnir nú að rugla??!!

Gæti best trúað að M komi næstur.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 23:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nafnleysingjarnir búnir að tapa hér öllum málum, nú síðast flugvallarmálinu.

Þorsteinn Briem, 9.6.2016 kl. 23:25

6 identicon

Finnst þér þú hafa sigrað þegar þú horfir á fasteignaverðið rjúka upp Steini Briem?  Hvaða verð verður sett á byggingarréttinn á þessu svæði?  Hvert verður meðalverðið á þessum íbúðum?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 07:31

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér um árið töldu menn að setja þyrfti reglur um notkun stefnuljósa af öryggisástæðum, líkt og er í öðrum löndum.

Hábeinar þess tíma börðust gegn þessu með sömu rökum og Hábeinn / Hilmar viðrar hér að ofan að treysta ætti hverjum og einum til að ráða því sjálfur, hvort eða hvenær hann gæfi stefnuljós.

Þeir áttu samt erfitt um vik vegna ótvíræðrar reynslu erlendis af því að hafa svona reglur, þar sem telin væru upp þau tilvik, þar sem stefnuljós væri skyld, svo sem við að skipta um akrein og beygja á gatnamótum.

Að lokum samþykktu þeir þú þessa grein með upptalnningunni en fengu þó það þó fram í lokin að sett yrði orðið "einkum" fyrir framan upptalninguna.

Þegar reglan komst í framkvæmd kom fljótlega í ljós að hún var gagnslaus fyrir dómstólum, því að hún þýddi í raun það sem Hábeinarnir vildu, að ökumenn gátu gefið stefnuljós eða sleppt því að gefa stefnuljós að eigin geðþótta.  

Ómar Ragnarsson, 10.6.2016 kl. 11:56

8 identicon

Já, við Hábeinarnir erum erfiðir við þá sem vilja lögbinda alla hegðun og setja alla undir eftirlit.

Hábeinn (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 12:43

9 identicon

Sérstaklega er heimskuleg sú lögbundna regla, að ekki sé talað um eftirlitið með henni, að aka skuli hægra megin á vegum miðað við akstursstefnu. Þetta er vitaskuld freklegt brot á frelsi einstaklingins. Og svo í framhaldi af því að ekki skuli leyft að velja sér þann lit sem ökumanni þykir fallegastur á götuvita til að aka á móti. Manni blöskrar þessi helvítis forsjárhyggja.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband