Léttvélar eru snilldartæki.

Svonefndar fisvélar eru margfalt ódýrari í rekstri en aðrar litlar einshreyfils flugvélar.

Heitið er ruglingslegt og þyrfti að breyta þvi, því að hin upprunalegu fis (ultralight) máttu ekki vera meira en 250 kíló á flugi.

Hið alþjóðlega heiti véla, sem mega vera allt að 450 kíló á flugi, er ekki ultralight, heldur LSA, eða Light sport aeroplane.

Ætti þess vegna frekar að kalla þær léttvélar til aðgreiningar frá fisum, sem eru til hér á landi og í öðrum löngum. .

Zenair léttvélin sem Morgunblaðsgreinin er um, ber tvo menn og er með vængraufar (slots) til þess að gefa henni sérstaklega magnaða eiginleika til hægflugs og stuttra lendinga og flugtaks.

Hún er á stórum dekkjum, sem er öryggisatriði á deigum og grófum lendingarstöðum, og það, að vera með nefhjól, gerir auðveldara að lenda í hliðarvindi og minnkar hættuna á að hún fjúki.

Viðhaldið er margfalt einfaldara og ódýrara en á þyngri einshreyfils flugvélum og þess vegna ryðja léttvélarnar sér til rúms.

En aðeins eru sæti fyrir tvo, - þess vegna er heitið "sport" í miðju alþjóðlega heitisins og flughraðinn ekki eins mikill og á stærri einshreyfils vélum.

Að hægt sé að fljúga á léttvél á einni og hálfri klukkustund milli Reykjavíkur og Akureyrar þarfnast því meðvinds.

Ætli 1:45 sé ekki nær lagi í logni.

 


mbl.is Fisvélin leiktæki allt árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ultralight má vera 300 kg í heildarþunga ef það er eins manns en 450 kg tveggjamanna, (aðeins meira ef þau eru á flotholtum, semsagt til að lenda á vatni)eftir reglum sem gilda hér og í Evrópu Ég held að LSA sé flokkur sem er leyfður í Ameríku en þær vélar meiga vera eitthvað þyngri, (líklega 1200 lbs) Vélin sem er sagt frá í Morgunblaðoinu er ítölsk Savannah reyndar að einhverju leiti hönnun frá Zenith, hún er ekki með slots en aftur á móti með vortex generatorum á vængjum. Farflughraðinn er misjafn eftir vélum en á sumum allmikill yfir 200 km/klst. Þetta eru bara svona smá viðbætur

Björn Björnsson (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 14:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kærar þakkir, Björn. Þessi vél er svo lík Zenair að ég var ekkert að skoða hana nánar. Þetta hefði blasað betur við ef þeir hefðu haft það eins og þegar Kitfox var hannaður sem bein eftirliking af Avid Flyer, en til að hægt væri að sjá mun, var Kitfoxinn að óþörfu hafður með sívalri vélarhlíf eins og hann væri með stjörnuhreyfli.

LSA hamarksþunginn er 1320 pund og Piper Cub og Aeronca með sín 1220 pund og 38 mílna ofrishraða "fljúga" inn í þennan flokk.

Ómar Ragnarsson, 12.6.2016 kl. 20:45

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Stundum er líka notað orðið Ultralight. En hér er aðeins meira um málið https://en.wikipedia.org/wiki/Ultralight_aviation

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.6.2016 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband