Landkynningin 1950.

Fyrir 65 árum var hægt að telja flugferðir milli Íslands og Evrópu í hverri viku á fingrum annarrar handar og fljúga þurfti á vélum, sem voru ekki með jafnþrýstiklefa, komust ekki ofar en í 10 þúsund feta hæð og þurftu því að fljúga inni í skýjum og úrkomu.

Flug til London tók minnst sex klukkustundir.

Sáralítið var því af erlendum ferðamönnum á Íslandi og því hafði það ekki sömu þýðingu og nú egar einhver glæsilegasti hópu allra tíma á Íslandi fór frægðarför á EM í frjálsum íþróttum í Brussel 1950 og kom heim með fleiri gull en íþróttastórveldið Svíþjóð.

Um´mánaðamótin júní-júlí var staðan þannig, að Íslendingar áttu möguleika á að hreppa átta verðlaunapeninga á EM, þar af fjögur gull. Þeir komu heim með tvö gull og eitt silfur.

Gallinn var sá að keppt var í báðum greinum Torfa Bryngeirssonar á sama tíma og Örn Clausen átti möguleika á verðlaunapeningum í þremur greinum og valdi sína bestu, tugþrautina, en það kom í veg fyrir að hann gæti keppt í langstökki, 110 metra grindahlaupi og 4x100 metra boðhlaupi.

Haukur Clausen náði þetta sumar besta tímanum í 200 metra hlaupi í Evrópu en var meinað að keppa í þeirri grein og varð að láta sér nægja 5. sætið í 100 metrunum, sem var hans lakari grein.

Skúli Guðmundsson átti ekki heimangengt til að reyna við verðlaun í hástökki og Hörður Haraldsson tognaði í landskeppni við Dani.

Afrek íslenskra frjálsíþróttamanna á árunum eftir stríðið var mjög mikils virði fyrir örþjóð sem var að stíga sín fyrstu spor sem algerlega fullvalda lýðveldi.

Og hefði vafalaust skilað miklum gjaldeyri inn í landið ef nútíma samgöngur hefðu verið þá.


mbl.is Ómetanleg landkynning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... á árunum eftir stríðið var mjög mikils virði fyrir örþjóð sem var að stíga sín fyrstu spor sem algerlega fullvalda lýðveldi."

Ísland varð "algerlega" fullvalda lýðveldi 1. desember 1918, eins og hér hefur komið fram mörgum sinnum.

Annað hvort eru lönd fullvalda ríki eða ekki.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 01:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sambandslagasamningurinn 1918:

1. gr. Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki í sambandi við einn og sama konung [...]"

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920


Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands."

Færeyjar
opnuðu hins vegar svokallaða sendistofu í Reykjavík 15. september 2007 en ekki sendiráð.

Og Ísland er heldur ekki með sendiráð og sendiherra í Færeyjum, enda eru þær ekki sjálfstætt ríki eins og Ísland hefur verið frá 1. desember 1918, en aðalræðisskrifstofa Íslands í Færeyjum var opnuð 1. apríl 2007.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 01:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með Sambandslagasamningnum 1918 veitti íslenska ríkið danska ríkinu umboð til að fara með utanríkismál Íslands og það varð að sjálfsögðu ekki sjálfstætt ríki 9. apríl 1940 þegar danska ríkið gat ekki lengur framkvæmt þetta umboð þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku.

"7. gr. Danmörk fer með utanríkismál Íslands í umboði þess. [...]"

"1. desember 1918

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum
er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga."

Íslendingar urðu íslenskir ríkisborgarar 1. desember 1918, enda varð Ísland þá sjálfstætt ríki.

Og í athugasemdum dönsku og íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Móðurafi minn fæddist hér á Íslandi sem danskur ríkisborgari árið 1899, fimm árum áður en Ísland fékk heimastjórn og varð þá að sjálfsögðu ekki íslenskur ríkisborgari en það varð hann 1. desember 1918 þegar Ísland varð sjálfstætt ríki.

Og dætur hans fæddust sem íslenskir ríkisborgarar á fjórða áratugnum.

Færeyjar og Grænland eru nú með heimastjórn en Færeyingar og Grænlendingar eru danskir ríkisborgarar og danska ríkið þarf ekki umboð frá Færeyjum og Grænlandi til að fara með utanríkismál þeirra.

Skotland er einnig með heimastjórn og Skotar kusu árið 2014 um sjálfstæði landsins eins og Íslendingar gerðu árið 1918.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 01:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."

"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 01:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."

"Fullveldisréttur - Réttur ríkis
til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 01:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, enda þótt þjóðhöfðinginn beri ekki í öllum tilfellum titilinn konungur eða drottning og dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán.

Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.

Með nýrri stjórnarskrá árið 1975 var allt vald konungs Svíþjóðar afnumið en táknrænu embætti konungs haldið.

Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet 2. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.

Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 02:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:

"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."

Ísland
varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.

Færeyjar og Grænland
eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur, enda þótt Færeyjar og Grænland hafi fengið heimastjórn.

Konungsríki - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 02:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar."

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 02:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland varð "algerlega" fullvalda konungsríki 1. desember 1918, átti þetta að sjálfsögðu að vera í fyrstu athugasemdinni hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 19.6.2016 kl. 02:22

10 identicon

 Fyrr má nú rota en dauðrota.  Er virkilega ekki hægt að koma níu athugarsemdum fyrir í einni?

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 10:43

11 Smámynd: Már Elíson

Jú, jú..Hilmar. - Jafnmiklu af rusli má koma léttilega fyrir í nokkrum línum. Svona lítur hinsvegar sjúkdómurinn út, því miður.

Már Elíson, 19.6.2016 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband