Hver er galdurinn?

Það, að Íslendingar fengu að lánað Motherwell klapphrópið, varð til þess að engir aðrir en við vitum að það er upphaflega ekki víkingaklapp.

Á hinn bóginn er meira en þriðjungur íslensku þjóðarinnar af keltneskum uppruna, einkum vegna þess að víkingarnir rændu skoskum, írskum og jafnvel velskum konum og fluttu til Íslands.

Og þótt Wales-verjar séu sakaðir um að "stela" klappinu frá Íslendingum, er þetta allt innan norrænu-keltnesku ættarsamfélagsins.

En það er auðséð í orðsins bókstaflegri merkingu hvers vegna víkingaklappið vekur slíka heimsathygli.  Það er vegna þess að höfuð og hendur eru það eina sem áhorfendaskari getur sýnt svo athygli veki.

Enginn sér dansspor hjá massa af fólki sem er þjappað saman.

 


mbl.is „Stálu“ íslenska víkingaklappinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gæti best trúað að hugmyndin sé upphaflega komin frá róðri til að mynda víkingaskipa og galeiða sem voru með allt að sjötíu árar á hvoru borði og menn urðu að vera samtaka við róðurinn.

Einnig í nútíma róðrakeppnum.

Þorsteinn Briem, 2.7.2016 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband