Hvað segir og sagði KSÍ?

Talsmenn KSÍ segjast statt og stöðugt hafa sagt fólki, bæðí opinberlega og beint, að eingöngu með því að kaupa miðaa leiki beint í gegnum sambandið, sé tryggt að fólk fái þá í hendur.

En svo er að sjá á vandaræðamálinu í París, að þegar mikil ásókn er í miða af stórviðburðum, sé fyrir hendi fólk, sem taki að sér að útvega miða, og virðast allir hinir tilgreindu tölvupóstar benda til þess að þarna geti verið um fleiri en einn millilið að ræða utan við miðasölu á vegum KSÍ, úr því að sambandið afneitar ítrekað og ævinlega að koma nálægt þessu né öðru miðabraski.

Svona mál skapast vegna eftirspurnar sem stundum virðist blossa upp sem eins komar hjarðhegðun; hundruð og jafnvel þúsundir fólks finnst að það bókstaflega verði að kaupa miðana og heilu ferðina til viðburðarins og aftur til baka.

Ljóst virðist af fréttum um þetta að allt þetta fólk hefði átt að vita fyrirfram að tekin væri áhætta með miðaviðskiptum framhjá KSÍ. 

Þeir sem töpuðu áhættuspilinu töpuðu ekki aðeins miðunum, heldur varð ferðin að öðru leyti að miklu eða öllu leyti ónýt.

Það eru margir fletir á málinu og ef engir eru tilbúnir að kaupa frá mönnum utan KSÍ myndu engir töluvpóstar fljúga á milli fólks, sem hefur sérhæft sig í því að sinna eftirspurn, sem samkvæmt þessum fréttum virðist byggð á því að taka áhættu.

Hugsanlega vegna þess að miðabröskurunum hefur áður oftast tekist að afhenda umbeðna vöru.  

Og hljóta að stunda þetta aftur og aftur vegna þess að það sé hægt að græða á því.


mbl.is Hefði ekki fórnað öllu með svindli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steinbekk kennir öðrum um.

Aðrir kenna Steinbekk um.

Ómar Ragnarsson kennir þeim um sem kenna Steinbekk um.

Þorsteinn Briem, 14.7.2016 kl. 01:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson kennir þeim um sem kenna Steinbekk um, sem kennir öðrum um, sem kenna honum um.

Annar möguleiki:

Ómar Ragnarsson kennir þeim um sem kenna Steinbekk um og Steinbekk, sem kennir öðrum um, sem kenna honum um.

Þorsteinn Briem, 14.7.2016 kl. 02:15

3 identicon

Þú talar mikið um miðasölu KSÍ, en þeir seldu ekki stakan miða á EM.

Hlynur (IP-tala skráð) 14.7.2016 kl. 05:41

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir auglýstu samt að allir sem vildu fá miða fengju gæðastimpil á það hjá sér.

Enn flækist málið? 

Ómar Ragnarsson, 14.7.2016 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband