Ein tegund frelsis; - frelsi frá ótta.

Frelsi frá ótta var ein af fjórum tegundum frelsis sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram sem takmark mannkyns í einni af merkustu ræðum sínum, í þann veginn sem hann var að hefja setu sína sem forseti, þriðja kjörtímabilið í röð.

Pæruna hélt hann í janúar 1941 þegar Bandaríkin voru enn samkvæmt alþjóðalögum hlutlaus í Heimsstyrjöldinni, þótt Roosevelt væri í óða önn að styrkja tengslin við Breta í baráttu þeirra við Öxulveldin.

Ræðan var í raun upptaktur á þátttöku Bandaríkjamanna í stríðinu þar sem ástæðurnar fyrir henni voru settar fram á skýran og einfaldan hátt.

Frelsi Roosevelts var fjórþætt: Tjáningar- og skoðanafrelsi, trúfrelsi, frelsi frá ótta og frelsi frá skorti.

Nú, 75 árum síðar, virðist frekar miða afturábak en áfram í þessum efnum.

Það er helst að um þessar mundir séu þeir sem líða algera neyð í skorti færri en áður.

Varðandi óttann vitnaði Roosevelt í setninguna um það, að það eina sem þyrfti að óttast, væri óttinn sjálfur.

Og hann leynist víða og er lúmskur, því hann eitrar út frá sér. Markmið Hitlers með loftárásunum á breskar borgir í orrustunni um Bretland, var að skapa svo mikinn ótta að hann leiddi til sundurlyndis, ringulreiðar og uppgjafar.

Þetta tókst þó ekki.

Óttinn getur samt orðið yfirþyrmandi þegar ódæðum er beitt eins og hryðjuverkamenn hafa gert síðustu ár.

Á einu bloggi dagsins má sjá þau orð að það hafi verið bara "venjulegur múslimi" sem myrti 84 í gærkvöldi í Nice, og að þar af leiðandi sé eðlilegt að umgangast og tala um múslima sem mögulega hryðjuverkamenn, líka ósköp venjulegt fólk sem eru múslimar.

Annar staðar mátti sjá þvi velt upp að fjöldamorðingi gærkvöldsins hefði verið ungur múslimi og allir sæju hve mikill munur væri á slíkum manni og kristinni franskri ömmu.

Ekki fylgdi þessari sögu hvað gilti um múslimska franska ömmu, sem hefði kannski verið raunhæfari samanburður.  

Og mín eyru var sagt í dag, þegar nafn Andreas Lubitz kom upp í umræðunni, en hann drap 150 manns þegar hann lokaði sig inn í stjórnklefa farþegaþotu og stýrði henni á fjall í febrúar í fyrra, að kannski hefði það verið þaggað niður eða því leynt að hann hefði eftir allt verið múslimi eða hryðjuverkamaður á vegum ISIS en ekki sálsjúkur þunglyndissjúklingur í sjálfsmorðshugleiðingum þar sem sjálfsvígið tæki með sér heila þotu, fulla af farþegum.

Þannig getur óttinn stigmagnast og breiðst út og um leið bitnað á öllum tegundum frelsis, líka þeim tveimur fyrstu sem Roosevelt nefndi í tímamótaræðu sinni.

 


mbl.is Blóðbað í paradís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki heyrt þá greiningu á stjórnmálamönnum á vegum VG að þeir hafi verið sálsjúkir þunglyndissjúklingar þegar þeir ákváðu að sitja áfram í stjórn með Samfylkingu þrátt fyrir innrás í Líbýu.  Kannski voru þeir það bara.  En það er voðalega þreytandi að hlusta á þá hneykslast á hlustendum Útvarp Sögu í stað þess að gangast við eigin rasisma og valdafíkn.  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/03/30/johanna-andstada-vg-vid-hernad-nato-i-libyu-er-theirra-mal/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 16:01

2 identicon

Hin ágæta Kate Hopkins skrifaði líka þennan fína pistil í Daily Mail í dag. Nauðsynleg lesning fyrir alla vinstrisinna.

"I am not Islamophobic. I have an entirely RATIONAL fear based on the fact these horrors find home in some form of that religion. I have no hate. Only a powerful intolerance of those who murder."

Það er kannski kominn tími til að þið vinstrimenn hættið að segja okkur hinum, hvernig okkur Á að líða.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 16:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

""Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.

Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvisku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.

Mannréttindi á að vernda með lögum.
Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi."

Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
sem samþykkt var hinn 10. desember 1948.

Með henni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið viðurkennt leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda og þeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan."

Mannréttindahugtakið - Mannréttindaskrifstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stjórnarskrá - Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og helstu grundvallarmannréttindi.

Stjórnarskrá er æðri öðrum réttarheimildum."

"Grundvallarmannréttindi - Mannréttindi sem vernduð eru af mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:38

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum."

"Mannréttindi á að verja með lögum."

"Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 [til að mynda af íslenska ríkinu]."

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi
aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 17:50

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.3.2016:

"Ekki reynd­ist mark­tæk­ur mun­ur á viðhorf­um Ak­ur­eyr­inga til flótta­manna og annarra af er­lend­um upp­runa.

Um 61% voru frek­ar eða mjög sam­mála því að það sé gott fyr­ir sam­fé­lagið á Ak­ur­eyri að fólk af er­lend­um upp­runa setj­ist hér að en 59% að það sé gott að flótta­menn setj­ist hér að.

Í báðum til­vik­um voru um 11% ósam­mála þeim full­yrðing­um."

Akureyringar jákvæðir í garð flóttamanna

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:00

10 identicon

Það er enginn sem nennir enginn að hæða þig og smána lengur, Steini minn, þannig að þessar endalausu áminningar til okkar um að það sé bannað eru tilgangslausar.

Þú sérð alfarið um að smána sjálfan þig núorðið. Við hin hristum bara hausinn yfir tilburðunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 18:11

11 identicon

En að efninu sjálfu.

Það virðist vera ómögulegt fyrir ráðamenn í Evrópu að ráða við ástandið. Þeir einfaldlega hafa ekki hugrekki til að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Ef engar lausnir eru í boði, þá eru þarna úti hópar sem eru tilbúnir til þess.

Vinstrið er að færa okkur út á brún með hættulegri afneitun og heimsku.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 18:15

12 identicon

Sorrí Hilmar.  Ég sé engan mun á Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni, Svandísi Svavarsdóttur og Semu Erlu Serdar.  Ekkert nema leiðindin sem fylgja þessu liði.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 18:48

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin.

Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum miðað við árin næst á undan.

Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.

Fyrirtækið Datagraver hefur tekið saman upplýsingar um hryðjuverk í Vestur-Evrópu frá árinu 1970 og sett upp í myndræna töflu sem sjá má hér fyrir neðan:"

Mynd með færslu

Súlurnar sýna fjölda fólks sem hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum en bláa línan sýnir fjölda árása hvert ár.

Þorsteinn Briem, 15.7.2016 kl. 18:52

14 identicon

Meiri ohrodinn sem vellur upp ur Hilmari og Elinu. "Bigotry and banality."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 19:21

15 identicon

Já, svakalegur óhroði að benda á ábyrgð VG.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2016 kl. 19:24

16 identicon

Yfirlætisfullur tónn í þessum pistli frá Ómari.  Vantaði bara klisjuna um þrörfina á að fræða almúgann.

Ómar talar um að allir þeir sem ekki aðhyllast fjölmenninguna séu hræddir, hræddir við það sem þeir ekki hafa skilning á.  Ómar er auðvitað ekki hræddur, hann er heilmikil hetja sem flýgur flugvélum, keppir í rallý og hefur komið í Yellowstone Park, ólíkt þessum forpokuðu hræðslupúkum sem óttast eigin skugga.

Ég óttast ekki múslima, ég er ekki hræddur um að verða fórnarlamb hriðjuverka.  Ég er ekki heldur illa gefinn og fáfróður.  Ég hef heimsókt fleiri múslimaríki en Ómar og margir aðrir.  Hef komið til Bosníu, Kosovo, Tyrklands, Íran, Pakistan, Bangladesh, Malasíu, Indonesíu, Brúnei og veit að engir eru eins gestrisnir og múslimir, engir!

En það er þó einn galli á þeirra geðslagi, ég hef nefnilega líka komið til Tælands og Filipseyja og þar er minnihlutahópur sem er ekki sérlega gestrisin.  Þessi minnihlutahópur, annars vegar í ríki búddista og hins vegar í ríki kaólikka, stundar hryðjuverk, rænir og myrðir bæði heimamenn og ferðamenn.  Þessi minnihlutahópur eru muslimir.  Það er eins og múslimir geti ekki búið sem minnihlutahópur í friði og spekt með meirihlutanum sem hefur aðra trú og menningu en þeir.  Þessi, að mínu mati, einkennilega karakter múslima er gegnumgangandi á öllum þeim heimshlutum þar sem þeir hafa tekið sér búsetu, þetta óþol þeirra gagnvart menningu annara þjóðfélagshópa.

Þetta óþol gagnvart menningu annara þjóðfélagshópa er ekki bundið við Tæland og Filipseyjar, þetta finnst líka í Nígeríu, þar sem stór hluti þjóðarinnar er kristinn en hinn hlutinn eru múslimir, og það eru múslimir sem eru að myrða saklausa borgara þessa lands, þetta er líka á Balí, þar sem meginhluti eyjaskeggja eru hindúar og múslimir myrða bæða hindúista og ferðamenn, þetta er líka á Lombok þar sem eyjaskeggjar eru flestir kristnir og muslimir myrða þar heimafólk og gesti.  Svo má nefna Indland,þar sem lítill hluti múslima myrðir hindúista.

Þetta er auðvitað ekki bundið við að múslimir myrði fólk af öðrum trúarbrögðum, þeir myrða líka sitt eigið fólk bara til... ég veit ekki hvers vegna, en þeir gera það í Afghanistan og Pakistan og Írak og bara allstaðar.

Að vitna í Roosvelt er gott og gillt, en þessi þvæla hans um að það sé ekkert að óttast nema óttan, er einhver mest tuggna þvæla sögunnar.  Það er nefnilega ekkert að óttast við óttan heldur ber að varast það sem veldur óttanum.

Að lokum vil ég ítreka að ég óttast ekki múlsimi, ég óttast ekki hryðjuverk, ég óttast ekkert.  Ég er hvorki illa gefinn né óupplýstur og þarf enga fræðslu frá öðrum.  Múslimir eru frábærir heim að sækja, betri gestgjafar finnast ekki í okkar heimi, en staðreyndin er því miður sú að þeir aðlagast illa.

ps.: þessi samlíking þín við þýska flugmannin er verulega ósmekkleg.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.7.2016 kl. 02:19

17 Smámynd: Már Elíson

Góð grein hjá þér, Ómar, og samlíkinginn við þýska þunglyndisflugmanninn og fjallið hans, mjög skýrandi. - Svo skal lýginni hampað að....

Már Elíson, 17.7.2016 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband