Þoturnar geta svifið langt.

Margir flugferþegar kannast við það þegar þeir koma með farþegaþotum til landsins, hve langt fyrir austan Keflavík, jafnvel í meira en 100 kílómetra fjarlægð, jaðrar við það að það sé eins og slökkt sé á hreyflunum og við tekur hljóðlátt flug mestalla leiðina sem eftir er.

Í svona lækkun þotnanna er flogið eins konar svifflug án þess þó að drepið sé á hreyflunum. 

Ástæðan er sú hvað þoturnar eru hátt uppi,í tíu kílómetra hæð, og sé svonefnt rennigildi hátt á flugvélum, geta þær svifið afllaust lygilega langa vegalengd.

Á svifflugum getur rennigildið verið 1:50, þ. e. að segjum að svifflugan sé í 10 kílómetra hæð og flugmaðurinn með súrefni og honum nógu heitt, getur hún svifið allt að 500 kílómetra.

Rennigildi lítilla flugvéla með föstum hjólabúnaði er um og rétt yfir 1:10, en rennigildi þotnanna vafalaust talsvert betra þannig að hátt á annað hundrað kílómetra svif er möguleiki.

Dæmi eru um farþegaþotu, þar sem allir um borð dóu úr súrefnisskorti og þotan varð eldsneytislaus og flaug ótrúlega langa vegalengd þangað til hún brotlenti.

Þess vegna vekur það furðu ef ekki hefur verið gert ráð fyrir því til fulls í tilfelli MH370 hve langt hún hefði getað flogið, fyrst á eigin vélarafli en síðan svifið án vélarafls eftir það.  


mbl.is Er vélarinnar leitað á röngum stað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern tíma sá ég áhrifamikla frásögn af því þegar farþegaþota flaug inn í öskuský úr eldgosi í Indónesíu. Báðir hreyflar þotunnar stöðvuðust og öll ljós slokknuðu. Flugvélin sveif áfram í langan tíma og grafarþögn ríkti.  En fyrir eitthvert undur þá fór a.m.k. annar hreyfillinn aftur í gang þegar flugvélin komst út úr öskuskýinu og flugmönnunum tókst að lenda henni heilu og höldnu á einhverjum flugvelli í Indónesíu.  Þessi atburður gerðist fyrir a.m.k. þrjátíu árum og rifjaðist upp í sambandi við gosið í Eyjafjallajökli.

Því miður man ég ekki lengur hvar ég sá þessa frásögn.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 18:54

2 identicon

Hér er frásögnin af fluginu í gegnum öskuskýið:Horrorflug durch Vulkanasche - SPIEGEL ONLINE

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 23:39

3 identicon

Hörður þetta var boeing 747 allir 4 motorarnir stoppuðu og 3 eða 4 þeirra fóru aftur í gang, en þá tók við annað vandamál að þeir sáu ekki út um gluggan þar sem hann hafði verið pússaður með öskunni og því vel mattur og ekkert sást út, samt tókst þeim að lenda vélinni, þetta er tekið fyrir í air crash investegation þáttaröðinni

Hér má sjá það óhapp

https://www.youtube.com/watch?v=AywHptqCd0E

jon (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband