Þegar einn maður býr til milljarða á örfáum sekúndum.

Um það bil fimm sekúndur á knattspyrnuvelli í lífi einstaklings, sem er með boltann í vonlausri stöðu aftur undir endamörkum til hliðar við markið. Pottþétt valdaður af heimsklassa varnarmanni. 

Hann notar þessar fjórar eða fimm sekúndur til þess að plata varnarmanninn upp úr skónum og gefa hnitmiðaða sendingu á nákvæmlega þann stað fyrir miðju marki, þar sem samherji hans getur ekki annað en skorað. 

Þetta er í keppni, þar sem eitt mark getur skipt sköpum um meistaratign eða ekki meistaratign á stórmóti, þar sem unninn leikur skapar margra milljarða verðmæti. 

Maður, sem vitað er að getur gert svona hluti, verður sjálfkrafa milljarða virði. Jafnvel þótt fyrrnefnd snilld nægði ekki til að vinna sigur í úrslitaleiknum, getur hann gert svona hluti. Verðmiðinn er auðvitað bilun, en þó blákaldur veruleiki í heimi hinna trylltu íþrótta nútímans þar sem milljarðar fólks borga fyrir að fá að upplifa svona augnablik. 

Menn spyrja: Fær maðurinn virkilega borgað svona mikið fyrir að gera þetta?

Svarið er: Nei, hann fær svona mikið fyrir að geta þetta. 

Heimsmeistaratign eða ekki heimsmeistaratign, það er spurningin. Ali-Liston II, eitt högg í fyrstu lotu, sem tekur 1/25 hluta úr sekúndu að slá, og úrslitin eru ráðin. 

Bardagi Ali við Brian London, heimsmeistaratign í veði, 11 högg í höggafléttu á 2,9 sekúndum, og bardaganum er lokið.  Fyrstu tíu höggin eingöngu sleginn til að opna fyrir lokahögginu.  

Enginn spyr um margra ára aðdraganda, blóð, svit og tár í þjálfun snillingsins, stundum af því tagi það virðist bilun út af fyrir sig. 


mbl.is Verðmiðinn er algjör bilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þessir menn eru guðir í dag, djöflar á morgun, ef...þeir misstíga sig. Fótboltamenn, og íþróttamenn almennt, eru í mestalagi að í 20 ár ef heilsa og ástand leyfir, og þar af 12-15 góð ár. - Ef ekki er haldið rétt á spilunum (sjá t.d. Pete best, Paul Gasgoine o.fl.) þá eru einskis nýtir með ekkert og þess vegna er merðmiðinn (og launin)kannski há. - En eins og Ómar segir, það er mikið á sig lagt, og nánast skrokkurinn búinn rétt um fertugt og/eða fyrr. - Mig minnir að þegar "The Beatles" voru boðnir milljón dollarar fyrir 4 lög eða færri hjá Ed Sullivan á hápunkti ferils síns (1965+) sagði einhver þeirra.."Það er enginn svona mikils virði.." og Brian Epstein hafnaði boðinu. - Þá var því breytt í "milljón dollarar á mann". Hvað um það, þeir komu fram í þessum þætti. - Þessi saga gæti verið eitthvað öðruvísi, en allvega í þessum fasa. - Mér fannst þeir, Beatles, alveg vera milljóna virði og hefði borgað hvað sem var til að sjá þá og heyra. 

Már Elíson, 31.7.2016 kl. 23:41

2 identicon

stundum þarf ekki nema nokkur  gjaldþrot til að verða ríkur. almeníngur borgar með hæri vöxtum. sem kemur auðvitað þessum snillíngum ekkert við

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.8.2016 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband