Bók eða plata, - líkt og að eignast og ala upp barn.

Ég hef lengi þekkt Ólaf F. Magnússon, þann mikla baráttumann fyrir náttúru og umhverfi, og vegna vinnu minnar við stórt 52ja laga tónlistaralmbúm um náttúru Íslands, land og þjóðlíf, sem er á lokasprettinum, hef ég haft nasasjón af plötugerð hans, sem ég óska honum til hamingju með. Hann lýsir í viðtali þeirri tilfinningu þegar verk á sviði lista fara frá höfundunum, og ég get tekið undir lýsingu hans.

Þegar svona afurð sem margra ára vinna liggur að baki verður loksins fullburða, er það alltaf sérstök tilfinning þegar hún fer frá manni,svona svipað eins og þegar maður eignast barn, elur það upp og því er síðan fylgt úr hlaði til þess að það eignist sjálfstætt líf. Hyldýpið,  forsíða

Þannig er mér innanbrjósts í dag þegar bókin "Hyldýpið" er að koma í verslanir, 14 árum eftir að byrjað var að skrásetja hana. 

Á meðfylgjandi mynd neðar á síðunni má lesa textann á baksíðu bókarinnar.

Að undanförnu hafa birst fréttir af því að hin viðurkennda útgáfa af því sem gerðist í nóvember 1974 í mannshvarfsmáli, sem ekki getur dáið, sé líklega ekki rétt. 

Nú er endurupptökunefnd að skoða málið og fyrst staða þess virðist vera undirorpin óvissu, er kannski tímabært að spyrja næstu spurningar:Hyldýpið, baksíða

Ef þetta gerðist ekki eins og fullyrt var í lok málareksturs fyrir tæpum fjórum áratugum, hvernig gerðist það þá? 

Var hugsanlega til fólk og það jafnvel enn á lífi, sem hefur aðra sögu að segja?

Sú er ástæðan fyrir því að bókin Hyldýpið er nú að líta dagsins ljós. 

Hægt er að smella á myndina af baksíðunni til að sjá textann þar betur, en hann hljóðar svona með smávægilegri viðbót: 

"Mannshvörf hafa snortið íslensku þjóðina djúpt um aldir. 

Hin óvenjulega mörgu mannshvörf,rétt fyrir miðjan áttunda áratug síðustu aldar skópu ólguástand í þjóðfélaginu og hafa orðið að eins konar steinbarni í þjóðarsálinni, sem lifnar og deyr aftur og aftur.

Ólguástandið skapaði uppnám í fjölmiðlum og á Alþingi, öldur sem skullu á helstu ráðamönnum landsins og skóku allt þjóðlífið. 

42 árum eftir mannshvarf eru menn handteknir og yfirheyrðir í tengslum við meint morð - þessi mál geta ekki dáið. 

Í þessari bók birtast frásagnir af mannshvarfi sem fela í sér umbyltingu á hugmyndum manna um það. 

Skrásetjari frásagnanna þurfti sem fréttamaður að sitja í sjónvarpsfréttum fyrir framan þjóðina og segja henni hinn eina og nákvæma sannleika um hryllilegt morð, en nokkrum mánuðum síðar var sest í fréttasett til að flytja aðra lýsingu sem þýddi það, að hin fyrri lýsing var tóm steypa. 

Að mati skrásetjarans er sú lýsing, sem hér birtist, mun fyllri og trúverðugri en sú, sem tekin hefur verið gild fram að þessu. 

Þessi bók gefur því nýja sýn á þessi mál, lýsir hættulegum átökum í mögnuðu uppgjöri um liðna tíð ástar og haturs, þjáningar og unaðar, forherðingar og iðrunar, lyga og sannleika, ósigra og vonbrigða."

 


mbl.is Boðar kærleik á sinni fyrstu plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þú skrifar : ,,Ólaf F. Magnússon, þann mikla baráttumann fyrir náttúru og umhverfi, "

Ólafur F. Magnússon var í borgarstjórn Reykjavíkur og um tíma boragarstjóri Reykjavíkur.  

Á þessum tíma gerði hann ekkert til að hafa áhrif á eyðileggingu umhverfi Hvalfjarðar.  Hvalfjörður er mesta umhverfisruslakista á höfuðborgarsvæðinu  !   Það voru margir póstar og viðtöl við hann. Ekkert gert og allir sjá og vita hvernig Hvalfjörður er í dag  !

Erum við að tala um einhvern baráttumann fyrir náttúru og umhverfi  ?

Jón (IP-tala skráð) 5.8.2016 kl. 13:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með bókina, Ómar minn!

Þorsteinn Briem, 5.8.2016 kl. 13:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, við erum að tala um baráttumann fyrir náttúru og umhverfi, en það er oft sem slíkum mönnum er kennt um það að þeir skuli ekki hafa sigrað á öllum vígstöðvum. 

Ólafur var í forsvari fyrir Umhverfisvinum sem háðu grimma baráttu gegn Fljótsdalsvirkjun og höfðu sigur, en eftir þann slag voru náttúruverndar- og umhverfisverndarsamtökin örmagna og fengu ekki rönd við reist þegar margfalt meiri spjöll voru unnin með Kárahnjúkavirkjun. 

Ólafur færði bæði persónlegar og fjárhagslegar fórnir fyrir baráttu sína. 

Hann var aðeins borgarstjóri í hluta úr ári, en tókst samt að stöðva "túrbínutrix" á Hellisheiði, bjarga gömlum húsum o.fl. 

Menn sem hann eru annars vegar gagnrýndir fyrir að vera "á móti öllu" og vera "öfgafullir umhverfisfasistar" en líka fyrir það sem stóriðjufíklunum hefur tekist að gera. 

Ómar Ragnarsson, 5.8.2016 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband