Þrjú meginstef: Landslagsheildir, vistkerfi og afturkræfni.

Þrjú ofangreind meginstef umhverfis- og náttúruverndarstefnu virðast Landsvirkjun og virkjanamönnum alveg hulin. 

Dæmi um þetta er mat á úmhverfisáhrifum fyrirhugaðra virkjana á við Kröflu, Leirhnjúk og Gjástykki, sem Landsvrikjun hefur láti verkfræðistofu gera, en þar er fullyrt að aðeins tvær landslagsheildir séu á svæðinu, Gæsafjöll við vesturjaðar þess og hins vegar suðausturhlutinn, sem samsvarar nokkurn veginn því svæði, sem Landsvirkjun vill bæta við núverandi virkjunarsvæði. 

Þetta er svo hróplega á skjön við þá augljósu staðreynd, að vettvangur Kröfluelda 1975-84 og Mývatnselda á fyrri hluta átjándu aldar, er auðvitað landslagsheild í óvenju skýrum skilningi, enda lögðu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra það til skömmu fyrir kosningar 2007 að þessi landslagsheild nyti sérstakrar meðferðar Alþingis, ef það ætti að fara að krukka í hana. 

Þetta er heild á borð við frægustu málverk heims, sem engum dytti að fara að krukka í. 

Svipað á við um vistkerfi á borð við Þjórsárver og vistkerfið á vatnasviði skagfirsku jökulsánna, sem virkjanafíklar girnast mjög að umturna.

En afturkræfni er kannski aðalatriðið, hvort hægt sé að snúa gerðum hlut til baka.

Það er stundum hægt þegar um er að ræða tær og hrein vatnsföll, en öðru máli gegnir um íslensku jökulárnar, sem fylla upp heilu dalina af aur, sem þær bera í miðlunarlón.

Maður gapti á sínum tíma við að sjá, að Villinganesvirkjun í Skagafirði, hluti af virkjunum á vatnasviði skagfirsku jökulánna, flaug í gegnum mat á umhverfisáhrifum þótt viðurkennt væri að lónstæði virkjunarinnar myndi fyllast upp á nokkrum áratugu, svo að miðlunin yrði ónýt sem og gljúfrin, sem nú þykja eitthvert besta flúðasiglingasvæði Evrópu.

En þetta mat var það næsta á eftir matinu á Kárahnjúkavirkjun, þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að það yrði ekki liðið að "kontóristar úti í bæ" gætu stöðvað virkjunarframkvæmdir.

Að lokum hinn stóri munur á virkjun og verndun.

Verndun kemur ekki í veg fyrir að það verði virkjað síðar.

En virkjun kemur oftast í veg fyrir að hægt sé að fá hið umturnaða land til baka.  


mbl.is Landsvirkjun gagnrýnir rammaáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

að fjarlagja steinsteipu úr landslagi gétur verið erfit. þettað sníst um hagsmuni, á að fórna meiru fyrir minna hagsmunir eru ekki bara í réykjavík heldur um alt land nokkuð skemtilegt með hvalárvirkjun sem að sögn er í útjarði friðlands. þá ef það hentar hagmunum þíngmans má virkja en annarstaðar í öðru kjördæmi sem eru sömu aðstæður má ekki virkja að mati sama þíngmans.snístþettað ekki um það að leita málamiðlana öll inndrip í nátúruna breitir henni skildi nú ekki vera hægt að finna leið til að náttúran græði á framhæmdum eða skiptir útsíni mansins meira máli en náttúran

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.8.2016 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband