Miskunnarlauar kröfur staðalímyndanna.

Alls konar kröfur varðandi líkama fólks og útlit, sem koma heilbrigði ekkert við, hafa vaðið uppi lengi og fætt af sér miskunnarlausa og ósanngjarna gagnrýni á þær sálir, sem hafa fæðst inn í þessa líkama. 

Fólk á að vera í útliti í samræmi við einhverjar tískukröfur, annars er því úthúðað. 

Ansi langt er gengið þegar keyrð er af stað hörð gagnrýni á það hvernig fimleikakona, sem varð númer 31 í keppni bestu fimleikakvenna heims, er vaxin.

Í þessari gagnrýni er hún skömmuð fyrir að vera allt of þung, 45 kíló! 

Afsakið, ég sé ekkert athugavert við útlit þessarar mexíkósku konu, nema síður sé. 

 

Umræðan fer út á tún, 

að hún þurfi´í megrun. 

Aðalatriðið er að hún 

þurfi´ekki að fara´í fegrun. 

 


mbl.is „Hún hefði átt að fara í megrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, ég er hjartanlega sammála þér, 45 kíló er ekki mikið þó hún sé lítil.

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.8.2016 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband