Hæg en ógnandi stigmögnun.

Ekki þarf annað en að líta á landakort til að sjá, að Rússar munu ekki sleppa hendi af Krímskaga frekar en að Bandaríkjamenn myndu sleppa hendi af Flórídaskaga. 

Rússar fórnuðu lífi 55 þúsund hermanna í Krímstríðinu um miðja 19. öld og margfalt fleiri hermönnum í Seinni heimsstyrjöldinni vegna Krímskagans. 

Yaltaráðstefnan var haldin á Krímskaga og í norðurhéruðum Rússlands norðan heimskautsbaugs fengu allir íbúar ókeypis ferð til Krím á elliárum sem uppbót fyrir kulda og myrkur rússneska vetrarins þegar ég var þar á ferð 1978. 

Rússar létu Úkraínu eftir Krímskagann 1964 vegna þess að þá voru bæði Úkraína og Rússland hluti af einu ríki, Sovétríkjunum, sem hafði Moskvu sem höfuðborg. Krústjoff og félögum óraði ekki fyrir því að Úkraína yrði sjálfstætt ríki, og því síður fyrir því að ESB og NATO vildu teygja þangað anga sína. 

Rússar áskilja sér og munu halda áfram að áskilja sér rétt til að þjóna öryggishagsmunum sínum gagnvart Úkraínu á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn myndu áskilja sér rétt til svipaðs varðandi Kanada. 

Það er auðvitað slæmt hvernig tortryggnin ræður ríkjum í samskiptum þjóða og hvernig stórveldin eru með afskipti af málefnum annarra ríkja, en þetta hefur því miður verið raunin alla tíð og verður erfitt að breyta. 

Á meðan svo er, getur verið háskalegt að leyfa spennu að stigmagnast eins og nú er að gerast við bæjardyr Rússa og á Suður-Kínahafi. 

Kannski er hugsun Vesturveldanna sú gagnvart Rússum að láta þá þurfa að hafa fyrir því að stunda sína öryggispólitík, en þá þarf að sjá nokkra leiki fram í tímann, svo sem það að Pútín kunni að fá óvænta liðveislu, Erdogan Tyrklandsforseta. 

Og þótt mönnum finnist það súrt í broti, verður stundum að stunda raunsæispólitík og sætta sig við staðreyndir, þótt þær kunni að virðast óþægilegar. 

 


mbl.is Flytja eldflaugavarnakerfi á Krímskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2016 kl. 10:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krústjoff og félögum óraði ekki fyrir því að Úkraína yrði sjálfstætt ríki, og því síður fyrir því að ESB og NATO vildu teygja þangað anga sína."

Enn og aftur kemur þú með þessa steypu þína um Evrópusambandið (ESB) og Úkraínu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 15:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eftir hraða minnkun áhrifasvæðis Rússa og sókn NATO og ESB alveg inn i fyrrum hluta Sovétríkjanna og sjálf Úkraína var næst á listanum, sagði Pútin: hingað og ekki lengra."

Þetta er steypa eins og hér hefur margoft komið fram, Ómar Ragnarsson.

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Steini Briem, 18.12.2015

Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 15:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland hefur átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki.

Steini Briem, 18.12.2015

Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 15:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Krímskagi verður áfram hluti af Rússlandi og öll önnur ríki vita það, enda þótt þau geti að sjálfsögðu ekki viðurkennt það opinberlega.

Og Tyrkland og Rússland eru að sjálfsögðu ekki óvinaríki frekar en Bandaríkin og Rússland.

Þorsteinn Briem, 13.8.2016 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband