Phelps, Ali og Bubka, í mesta lagi einn á öld.

Sumir afreksmenn eru þannig, að erfitt er að sjá hvort hægt sé að endurtaka það sem þeir gerðu.

Afrek Michael Phelps skipar honum í þvílíkan sérflokk hvað varðar Ólympíugull að enginn annar kemst þar neitt nálægt í neinni íþróttagrein, tölurnar 23 gull og alls 28 verðlaun tala sínu máli. 

Svipað er að segja um Sergei Bubka. 

Hann var yfirburðamaður í áraraðir í íþróttagrein, þar sem ekki er hægt að deila um árangur, því að hann er mældur í óvéféngjanlegri mælistiku, metrum og sentimetrum, og yfirburðirnir er fáheyrðir, tíu sentimetrar í þann næstbesta, og alls sett 35 heimsmet á ferlinum. 

Það er kannski erfiðara að meta íþróttamenn í flokkaíþróttum og íþróttum, þar sem ekki er mælt í sentimetrum eða kílóum. 

En sérfræðingum ber nokkuð saman um það að Muhammad Ali hafi verið fremsti íþróttamaður 20. aldarinnar og að varla sé mögulegt að það komi annar eins fram oftar en einu sinni á öld. 

Ástæðan er sú að það á að vera ómögulegt að jafn hár maður, 1,90 á hæð og tæp 100 kíló á þyngd, gæti búið yfir hraða, viðbragðsflýti og úthaldi léttvigtarhnefaleikara, auk þess sem persónuleikinn, útsjónarsemin og ráðsnilldin voru einstök. 

 


mbl.is Sá sigursælasti í sögu Ólympíuleikanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í mesta lagi einn á öld,
Ómar Ragnars fáum,
afar fagurt ævikvöld,
öll við nú hér sjáum.

Þorsteinn Briem, 14.8.2016 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband