Allur gangur á afsögn vegna ágreinings.

Á tímum Viðreisnarstjórnarinnar ríkti fádæma einhugur í afgreiðslu mála og afstöðu ráðherra og þingmanna til þeirra.

Þá voru öll samskipti þingmanna og ráðherra lokaðri en nú, enda engir samskiptamiiðlar og fleira, sem hefur galopnað allt, svo að fyrrverndi forseti sagði, að hver ráðamaður nú þurfi að njóta dagslegs traust í stað þess að það nægði að ganga í skugga um það á fjögurra ára fresti. 

Eitt dæmi var um það að ráðherra í Viðreisnarstjórninni styddi ekki stjórnarfrumvarp. 

Það var Eggert Þorsteinsson og kom þetta fram í atkvæðagreiðslu um málið í þingi. 

Ekki sagði hann þó af sér og ekki lét Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hann hafa pokann sinn. 


mbl.is „Hlýtur að afhenda afsagnarbréf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband